Annar hver túristi heimsækir Evrópu

Meira en milljarður manna lagði land undir fót á síðasta ári. Í helmingi tilvika var ferðinni heitið til Evrópulands.

Í fyrra var sett met í ferðaþjónustu á heimsvísu þegar fjöldi túrista náði í fyrsta skipti einum milljarði. Í tölum ferðamálastofnunnar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) kemur fram að meira en helmingur þessara ferðamanna heimsótti land í Evrópu. Asía og Eyjaálfa koma næst á eftir og var vöxturinn þar meiri en í Evrópu eða sex af hundraði.

Bandaríkin fá mest

Þegar litið er til tekna af ferðaþjónustunni þá bera Bandaríkin höfuð og herðar yfir önnur lönd. Samtals námu tekjur landsins af ferðamönnum nærri 130 milljörðum dollara en í öðru sæti var Spánn með 56 milljarða og Frakkland í því þriðja með 54 milljarða dollara. Kína og Ítalía koma þar á eftir.

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum út um allan heim