Samfélagsmiðlar

Brátt getur fólk gist í Illums

Það eru sennilega margir Íslendingar sem hafa eytt löngum tíma í vöruhúsi Illums við Strikið, en þó ekki gist yfir nótt. Innan nokkurra ára þurfa þeir efnuðustu ekki að fara út þó búðin loki.

Strikið í Kaupmannahöfn hefur lengi lokkað til sín kaupglaða Íslendinga. Sumir þeirra hafa jafnvel keypt heilu verslanirnar. Eitt sinn voru því tvö helstu vöruhús Kaupmannahafnar, Magasin du Nord og Illums í eigu landa okkar. Í dag eru þessar risaverslanir komnar í hendurnar á nýju fólki og þeir sem ráða ríkjum í Illums hafa uppi áform um að breyta efstu hæð hússins í hótel fyrir þá fésterku.

Gera eins og í Tívolí

Haft er eftir framkvæmdastjóranum í Berlingske að ofan af fimmtu hæð sé frábært útsýni yfir miðborgina og hugmyndin sé að breyta skrifstofunum sem þar eru í dag í hótelsvítur. Samskonar lúxus gistingu er að finna í Nimb hótelinu í Tívolí og nýverið opnaði hið fornfræga fimm stjörnu Hotel d’Anglaterre á nýjan leik eftir miklar endubætur. Þeir múruðu munu því hafa í nokkur hús að vernda í Kaupmannahöfn innan fárra ára.

Gróðinn notaður í endurbætur

Hotel d’Anglaterre var áður í eigu Íslendinga en núverandi eigandi er ekkja þess sem seldi íslensku fyrirtæki hótelið á sínum tíma. Sú fer ekki leynt með þá skoðun sína að þeir hafi borgað alltof mikið fyrir slottið á sínum tíma. Hún keypti hótelið tilbaka með miklum afslætti og hefur notað hluta af ágóðanum í að endurbyggja þetta sögufræga hús við Kongens Nytorv.

TILBOÐ: Frír morgunmatur og lægsta verðið í Köben
TENGDAR GREINAR: 5 góð kaffihús í Kaupmannahöfn

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …