Endurkoma sumarbústaðaferða til Hollands

Ferðir í sumarhús í Hollandi eru komnir á kortið á ný og hafa fengið góðar undirtektir.

Myndir af börnum að leik í hollenskum vatnsleikagarði og fjölskyldu í hjólatúr innan um túlipana áttu sinn fasta sess í ferðabæklingum á níunda og tíunda áratugnum. Þá nutu vinsælda hér á landi ferðir í sumarhúsahverfi í Hollandi og óhætt er að fullyrða að margir þeirra sem eiga börn á skólaaldri í dag hafi gist í sumarhúsi í sinni fyrstu utanlandsferð.

Síðustu ár hafa þessar reisur ekki verið í boði en nú efnir ferðaskrifstofan Vita til þeirra á ný. Að sögn Björns Guðmundssonar, markaðsstjóra Vita, hafa viðbrögðin verið góð. Hann segir að verðið spili þar inní því það er mjög hagstætt að hans mati.

Sumarhúsahverfin sem Vita er með í boði eru bæði í nágrenni við Amsterdam og líkt og áður eru sundlaugagarðurinn eitt helsta aðdráttaraflið. Sjá nánar á heimasíðu Vita.

NÝJAR GREINAR: Þrjár rauðar knæpur

Mynd: Centerparcs