Farmiðar til London lækka mikið milli ára


Kaupmannahöfn hækkar en London lækkar

Þeir sem ætla til London eftir fjórar vikur borga einnig minna núna en þeir hefðu gert fyrir ári síðan. Ódýrasta farið hjá Icelandair í fyrra var þó óvenju hátt og samanburðurinn gefur því ekki rétta mynd. Túristi kannaði líka verð á farmiðum í þessari viku fyrir tveimur mánuðum síðan (sjá neðst hér) og þá voru verðin hærri en þau eru í dag. Flug til Kaupmannahafnar og Oslóar hefur hins vegar hækkað í verði.

10-16.jún ’13

11-17.jún ’12 Breyting
London:
Easy Jet 35.052 kr. 46.983 kr. – 29,6%
Icelandair 46.670 kr. 86.400 kr. – 46%
Wow Air 36.173 kr. 39.019 kr. – 7,3%
Kaupmannahöfn:
Icelandair 49.420 kr. 46.950 kr. +5,3%
Wow Air 37.903 kr. 36.740 kr. +3,2%
Osló:
Icelandair 65.570 kr.
Norwegian 56.708 kr.
SAS 48.066 kr.


Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér). Verð voru fundin á heimasíðum félaganna í dag og 18. maí 2012.

HÓTEL: Berðu saman verð á hótelum út um allan heim
NÝJAR GREINAR: Týpurnar sem pirra flugfarþega mest

Mynd: Visit London