Fjórir af hverjum tíu velja lággjaldaflugfélög

Íbúar Evrópu er líklegri en aðrir til að kaupa farmiða hjá lággjaldaflugfélagi. Hefðbundin flugfélög hafa enn tögl og haldir í Miðausturlöndum og Afríku.

Innan Evrópu ferðuðust 38 prósent flugfarþega með lággjaldaflugfélagi á síðasta ári. Hvergi annars staðar er hlutdeild þessara félaga jafn há samkvæmt úttekt bókunarfyrirtækisins Amadeus. Í Bandaríkjunum völdu þrír af hverjum tíu farþegum lággjaldaflugfélög og í öllum heimshlutum nema Mið- og Suður-Ameríku bættu þessi félög við sig milli ára eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Samkvæmt talningu Túrista þá munu lággjaldaflugfélög standa fyrir fjórðu hverji brottför frá Keflavík í sumar. Hlutdeild þessara félaga er því töluvert lægra hér en gerist og gengur í Evrópu.

Staða þeirra er þó veik í Afríku en stofnandi Easy Jet, Stelios Haji-Ioannou, spreytir sig nú á þeim markaði með flugfélaginu Fast Jet.

Hlutdeild lággjaldaflugfélaga

Heimshluti Hlutdeild 2011 Hlutdeild 2012 Breyting milli ára
Evrópa 36,5% 38% +1,5%
Eyjaálfa 35,5% 36,6% +1,1%
N-Ameríka 29,5% 30,2% +0,7%
Mið- og S-Ameríka 26,6% 24,9% -1,7%
Asía 16,5% 18,6% +2,1%
Miðausturlönd 11,7% 13,5% +1,8%
Afríka 9,4% 9,9% +0,5%

 

 

 

 

 

 

HÓTEL: Finndu ódýrustu gistinguna hér

Mynd: Southwest