Gefa ferðamönnum vasapening

Tilhugsunin um sólarlandaferð til Karabíska hafsins hljómar vafalítið lokkandi í hugum margra. Slagurinn um ferðamennina er þó harður á þeim slóðum og menn grípa til óhefðbundinna aðgerða til að fá fleiri í heimsókn.

Stanslaus sumarblíða, fagurblár sjór og grænar grundir eru meðal þess helsta sem eyjan Barbados í Karabíska hafinu hefur upp á að bjóða. Og nú ætla forsvarsmenn ferðaþjónustu landsins að gefa túristum nokkra þúsundkalla við komuna til landsins. Vonast þeir til að þessar peningagjafir verði til að fjölga ferðamönnum um fimmtán þúsund í ár.

3 þúsund krónur á dag

Evrópubúar sem panta vikuferð í ár til Barbados fyrir 22. júní eiga von á því að fá sem nemur 200 dollurum (23þúsund krónur) í inneignarnótum hjá veitingastöðum, ferðaþjónustufyrirtækjum og fleira við komuna.

Á heimasíðu ferðamálaráðs Barbados er hægt að fá nánari upplýsingar um tilboðið.

HÓTEL: Hvað kostar gistingin á Barbados?

Mynd: Visit Barbados