Samfélagsmiðlar

Hér skaltu passa þig á vasaþjófum

vasathjofar

Því miður sitja óprúttnir einstaklingar oft um ferðamenn og við vissar aðstæður liggjum við vel við höggi.

Það setur óhjákvæmilega strik í reikninginn að vera rændur á ferðalagi. Jafnvel þó þjófurinn hafi aðeins náð litlum verðmætum. Óöryggið og vonbrigðin sem fórnarlambið finnur fyrir í framhaldinu eru mikil svo ekki sé minnst á fjárhagslega tjónið og þann tíma sem þarf að verja í að koma sér á réttan kjöl á ný.

Hér er listi yfir þá staði þar sem ferðalangar skulu vera sérstaklega vel á verði. Jafnvel þó ferðinni sé aðeins heitið til nágrannalandanna. Þjófarnir eru nefnilega víða.

Á kaffihúsi
Það er klassískt bragð hjá vasaþjófi að koma upp að hópi ferðamanna á kaffihúsi, þykjast vera viltur og leggja stórt kort yfir borðið og biðja fólk um að hjálpa sér að finna réttu leiðina. Á meðan fórnarlömbin reyna að hjálpa þeim áttavilta nappar hann símum og veskjum af borðinu undan kortinu eða vöðlar inn í kortið þegar hann tekur það tilbaka. Einnig er hætt við að töskur sem liggja á gólfi eða á bekk hverfi án þess að eigandinn taki eftir nokkru grunsamlegu.

Á flugvellinum

Rétt á meðan ferðamaðurinn stendur við afgreiðsluborð bílaleigunnar og gengur frá samningnum þá er farangurinn oft eftirlitslaus aftan við farþegann. Þá getur verið auðvelt að ná í töskuna og láta sig hverfa inn í mannfjöldann.

Á hótelinu
Innbrot á gististaði og íbúðir eru nokkuð algeng í sumum löndum. Það borgar sig því að setja það verðmætasta í öryggisbox sem eru langoftast í boði og kostar ekkert að nýta.

Á lestarstöð
Þú leggur farangurinn frá þér á meðan þú kaupir lestarmiða, t.d. í sjálfsala. Það getur tekið tíma þar sem þú kannt ekki á kerfið og ert því með hugann við verkefnið. 

Úti á götu
Vegfarandi hellir drykk á jakkann þinn og þykist vera alveg miður sín og hjálpar þér úr jakkanum. Hann þurrkar svo blettinn og tæmir vasana á meðan.

Vasar sem eru utan á buxum, t.d. hliðarvasar á skálmum eða jökkum eru ekki heppilegir fyrir verðmæti því þjófar komast auðveldlega ofan í þá. Sama gildir um hólf á bakpokum og hliðartöskum sem eigandinn sér ekki. Það borgar sig að hafa ekki of mikið á sér og stórt og þungt veski kann að vekja of mikla athygli. Þá er betra eða vera með reiðufé og kort í sitthvorum vasanum eða í innanklæðaveski. Sérstaklega ef það stendur til að vera á fjölförnum stöðum.

Við leigubíl
Þú leggur frá þér farangur við leigubílastöð en þá kemur þjófur hjólandi og tekur töskuna.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum og bókaðu hagstæðasta kostinn

Mynd: Flickr/Creative Commons

 

 

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …