Samfélagsmiðlar

Hér skaltu passa þig á vasaþjófum

vasathjofar

Því miður sitja óprúttnir einstaklingar oft um ferðamenn og við vissar aðstæður liggjum við vel við höggi.

Það setur óhjákvæmilega strik í reikninginn að vera rændur á ferðalagi. Jafnvel þó þjófurinn hafi aðeins náð litlum verðmætum. Óöryggið og vonbrigðin sem fórnarlambið finnur fyrir í framhaldinu eru mikil svo ekki sé minnst á fjárhagslega tjónið og þann tíma sem þarf að verja í að koma sér á réttan kjöl á ný.

Hér er listi yfir þá staði þar sem ferðalangar skulu vera sérstaklega vel á verði. Jafnvel þó ferðinni sé aðeins heitið til nágrannalandanna. Þjófarnir eru nefnilega víða.

Á kaffihúsi
Það er klassískt bragð hjá vasaþjófi að koma upp að hópi ferðamanna á kaffihúsi, þykjast vera viltur og leggja stórt kort yfir borðið og biðja fólk um að hjálpa sér að finna réttu leiðina. Á meðan fórnarlömbin reyna að hjálpa þeim áttavilta nappar hann símum og veskjum af borðinu undan kortinu eða vöðlar inn í kortið þegar hann tekur það tilbaka. Einnig er hætt við að töskur sem liggja á gólfi eða á bekk hverfi án þess að eigandinn taki eftir nokkru grunsamlegu.

Á flugvellinum

Rétt á meðan ferðamaðurinn stendur við afgreiðsluborð bílaleigunnar og gengur frá samningnum þá er farangurinn oft eftirlitslaus aftan við farþegann. Þá getur verið auðvelt að ná í töskuna og láta sig hverfa inn í mannfjöldann.

Á hótelinu
Innbrot á gististaði og íbúðir eru nokkuð algeng í sumum löndum. Það borgar sig því að setja það verðmætasta í öryggisbox sem eru langoftast í boði og kostar ekkert að nýta.

Á lestarstöð
Þú leggur farangurinn frá þér á meðan þú kaupir lestarmiða, t.d. í sjálfsala. Það getur tekið tíma þar sem þú kannt ekki á kerfið og ert því með hugann við verkefnið. 

Úti á götu
Vegfarandi hellir drykk á jakkann þinn og þykist vera alveg miður sín og hjálpar þér úr jakkanum. Hann þurrkar svo blettinn og tæmir vasana á meðan.

Vasar sem eru utan á buxum, t.d. hliðarvasar á skálmum eða jökkum eru ekki heppilegir fyrir verðmæti því þjófar komast auðveldlega ofan í þá. Sama gildir um hólf á bakpokum og hliðartöskum sem eigandinn sér ekki. Það borgar sig að hafa ekki of mikið á sér og stórt og þungt veski kann að vekja of mikla athygli. Þá er betra eða vera með reiðufé og kort í sitthvorum vasanum eða í innanklæðaveski. Sérstaklega ef það stendur til að vera á fjölförnum stöðum.

Við leigubíl
Þú leggur frá þér farangur við leigubílastöð en þá kemur þjófur hjólandi og tekur töskuna.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum og bókaðu hagstæðasta kostinn

Mynd: Flickr/Creative Commons

 

 

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …