Samfélagsmiðlar

Hóteltékk: Elotis Suites á Krít

Strandbæirnir í nágrenni við Chania á Krít eru flestir byggðir upp með ferðamenn í huga. Agia Marina er þar engin undantekning en þar stingur Elotis Suites í stúf.

Þau eru í stærri kantinum hótelin sem raða sér upp við sæbrautina við Agia Marina ströndina á Krít. Á milli gististaðanna eru svo veitingahús sem stíla inn á ferðamenn sem vilja síður framandi mat. Sólarlandastemningin er alls ráðandi á þessum slóðum.

Elotis Suite er lítið hótel við strandgötuna sem hentar vel pörum sem vilja þægilega gistingu á líflegum stað þaðan sem auðvelt er að fara í dagstúra um nærsveitir og heimsækja hinn huggulega bæ Chania. Útsendari Túrista gisti nýverið á hótelinu.

Herbergin

Elotis Suites er í tveggja hæða byggingu við strandgötuna. Herbergin eru aðeins tuttugu talsins og í garðinum er sundlaug, lítil busllaug og bar þar sem boðið er upp á lifandi músík á kvöldin.

Innréttingarnar eru nokkuð í anda þess sem fólk þekkir frá strandhótelum við Miðjarðarhafið. Lýsingin er hlýleg og í sumum herbergjum eru veggirnir klæddir með steinum. Rúmin eru þægileg og baðherbergin ágæt.

Staðsetningin

Það tekur um hálftíma að keyra með strætó frá Agia Marina og inn til Chania. Þá borg er nauðsynlegt að heimsækja þó ekki nema til að fá sér ljómandi góðan krítverskan mat og skoða gamla bæinn. Gatan sem hótelið stendur við er sneisafull af veitingastöðum og strandbúðum en matseðlanir samanstanda af útlenskum réttum og lítið er gert til að bjóða upp rétti eyjaskeggja. Í brekkunum upp frá strandgötunni eru þó að finna ágætis úrval af veitingastöðum sem leggja metnað í matargerðina og bjóða t.d. upp á nýveiddan fisk, grillað kjöt og góða grænmetisrétti og meðlæti.

Verðið

Ódýrustu herbergin á Elotis Suites kosta innan við tíu þúsund krónur (62 evrur) en verðið hækkar þegar líður á júlí.

Ferð.is og Heimsferðir bjóða upp á ferðir til Krítar í sumar og hjá báðum aðilum er hægt að kaupa flug eitt og sér.

Heimasíða Elotis Suites.

TENGDAR GREINAR: Krítverskar kræsingarGrikkland að hætti Egils

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …