Samfélagsmiðlar

Hóteltékk: Elotis Suites á Krít

Strandbæirnir í nágrenni við Chania á Krít eru flestir byggðir upp með ferðamenn í huga. Agia Marina er þar engin undantekning en þar stingur Elotis Suites í stúf.

Þau eru í stærri kantinum hótelin sem raða sér upp við sæbrautina við Agia Marina ströndina á Krít. Á milli gististaðanna eru svo veitingahús sem stíla inn á ferðamenn sem vilja síður framandi mat. Sólarlandastemningin er alls ráðandi á þessum slóðum.

Elotis Suite er lítið hótel við strandgötuna sem hentar vel pörum sem vilja þægilega gistingu á líflegum stað þaðan sem auðvelt er að fara í dagstúra um nærsveitir og heimsækja hinn huggulega bæ Chania. Útsendari Túrista gisti nýverið á hótelinu.

Herbergin

Elotis Suites er í tveggja hæða byggingu við strandgötuna. Herbergin eru aðeins tuttugu talsins og í garðinum er sundlaug, lítil busllaug og bar þar sem boðið er upp á lifandi músík á kvöldin.

Innréttingarnar eru nokkuð í anda þess sem fólk þekkir frá strandhótelum við Miðjarðarhafið. Lýsingin er hlýleg og í sumum herbergjum eru veggirnir klæddir með steinum. Rúmin eru þægileg og baðherbergin ágæt.

Staðsetningin

Það tekur um hálftíma að keyra með strætó frá Agia Marina og inn til Chania. Þá borg er nauðsynlegt að heimsækja þó ekki nema til að fá sér ljómandi góðan krítverskan mat og skoða gamla bæinn. Gatan sem hótelið stendur við er sneisafull af veitingastöðum og strandbúðum en matseðlanir samanstanda af útlenskum réttum og lítið er gert til að bjóða upp rétti eyjaskeggja. Í brekkunum upp frá strandgötunni eru þó að finna ágætis úrval af veitingastöðum sem leggja metnað í matargerðina og bjóða t.d. upp á nýveiddan fisk, grillað kjöt og góða grænmetisrétti og meðlæti.

Verðið

Ódýrustu herbergin á Elotis Suites kosta innan við tíu þúsund krónur (62 evrur) en verðið hækkar þegar líður á júlí.

Ferð.is og Heimsferðir bjóða upp á ferðir til Krítar í sumar og hjá báðum aðilum er hægt að kaupa flug eitt og sér.

Heimasíða Elotis Suites.

TENGDAR GREINAR: Krítverskar kræsingarGrikkland að hætti Egils

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …