Loftbelgir svífa á ný yfir Luxor

Nærri tveir mánuðir eru liðnir frá því að nítján manns létu lífið þegar loftbelgur hrapaði til jarðar við einn þekktasta ferðamannastaðinn í Egyptalandi. Flugbanni hefur nú verið aflétt á svæðinu og vonasta ferðamálaráðherra landsins eftir mikilli aukningu túrista.

Þeir hefja sig á loft snemma dags loftbelgirnir við Luxor í Egyptalandi. Það þykir nefnilega eftirsóknarvert að svífa þar yfir þegar sólin kemur upp. Egypsk yfirvöld bönnuðu hins vegar alla umferð loftbelgja við hina fornu borg í lok febrúar eftir að það kviknaði í einum slíkum með þeim afleiðingum að nítjan manns fórust. Banninu hefur nú verið létt og belgirnir eru komnir á flug á ný.

Vonast eftir mikilli aukningu ferðamanna

Ferðaskrifstofur víða um heim hafa áhyggjur af nýju valdaherrum í Egyptalandi og óttast að þeir muni setja boð og bönn sem muni fæla vestræna ferðamenn frá landinu. Ferðamálaráðherra landsins segir hins vegar í viðtali við The Telegraph að það standi ekki til að banna bíkiní og brennivín á egypskum sólarströndum líkt og haldið hefur verið fram.

Síðustu þrjú ár hafa verið ferðaþjónustunni í landinu erfið. Árið 2010 voru það árasargjarnir hákarlar sem drógu úr áhuga ferðamanna á landinu og síðan hefur ótryggt stjórnmálaástand haft neikvæð áhrif. Í ár hefur hins vegar verið töluverð aukning og vonast forsvarsmenn ferðaþjónustunnar að túristum muni fjölga um fimmtung á þessu ári.

HÓTEL: Bókaðu hagstæðasta hótelið