Samfélagsmiðlar

Þrjár rauðar og klassískar krár

Tíminn hefur staðið í stað á þessum þremur knæpum í Frankfurt, Kaupmannahöfn og Edinborg.

 

Kay´s Bar – Edinborg

„Hvað varstu að borða?“, spyr Fraser, eigandi Kay´s Bar, þegar ég bið hann um að mæla með góðum bjór snemma kvölds. Þegar ég segi honum að ég hafi nýlokið við Fish and Chips hristir hann höfuðið, skenkir botnfylli af ljósum öl í glas og réttir mér. „Þú finnur sennilega ekkert bragð, er það nokkuð? Fish and chips fer alveg með bragðlaukana. Þetta er það eina sem dugar“, segir hann og fyllir glas af dökkum, bragðmiklum bjór. Og Fraser veit hvað hann syngur enda staðið vaktina lengi á þessum rómaða hverfispöbb, smá spöl frá helstu ferðamannaslóðum skosku höfuðborgarinnar. Í hádeginu er boðið upp á snarl á Kay´s Bar (39 Jamaica Street) og Fraser segist mæla sérstaklega með Haggis í hádegismat og auðvitað er enginn djúpsteikur fiskur á matseðlinum.

Die Rote Bar í Frankfurt

Þessi kokteilbar við bakka Main hefur verið sagður „á mörkum þess að vera of svalur fyrir Frankfurt“. Það eru engar merkingar utan á húsinu og engin leið að ramba á þennan litla stað. Við dyrnar er þó merkt bjalla og ef henni er hringt birtist smókingklæddur og vatnsgreiddur barþjónn að vörmu spori. Hann vísar gestunum til sætis í litlum sal þar sem rauðir ljósaskermar dempa þau fáu ljós sem þar er að finna. Múskin heyrist varla og gestirnir hafa komið sér þægilega fyrir með hanastél. Hingað er fólk komið til að ræða málin en ekki dansa. Die Rote Bar (Mainkai 7) hefur verið á sínum stað í nærri sjö áratugi og að sögn barþjónsins er bekkurinn ávallt þéttskipaður. Verðinu er þó stillt í hóf því „allir eigi að hafa efni á góðum kokteil við og við.“

Bo-Bi Bar – Kaupmannahöfn

Gardínur heyra eiginlega sögunni til á börum Kaupmannahafnar því nú vill fólk lifa fyrir opnum tjöldum. Á hinum agnarsmáa Bo-Bi Bar (Klareboderne 14) hefur hins vegar engu verið breytt síðan þessi fyrsti ameríski bar borgarinnar var opnaður fyrir nærri hundrað árum síðan. Veggirnir eru klæddir rauðu veggfóðri, á borðunum grænir dúkar og sætin bólstruð. Það er líka dregið er fyrir gluggana og því sjást gestirnir ekki frá götunni. Einhverjir þeirra hafa kannski eitthvað að fela en flestir eru bara fegnir að geta farið inn á svona klassískan og huggulegan bar þar sem ekkert breytist, heldur ekki verðið og fyrir suma er það líka kostur að vertinn hefur aldrei heyrt minnst á reykingabann.

 

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …