Ryanair vill ekki að leitarvélar finni sig

Forsvarsmenn Ryanair hafa engan áhuga á að borga síðum eins og Expedia og Dohop fyrir að selja sæti í vélum sínum.

Flugfélög borga flugleitarsíðum þóknun upp á 2 til 5 prósent af söluverði flugmiðans fyrir að vísa væntanlegum kaupendum inn á heimasíðurnar sínar. Í Bandaríkjunum selja stóru flugfélögin aðeins um þriðjung sætanna beint en hlutfallið er um tvöfalt hærra hjá lággjaldaflugfélögunum vestanhafs samkvæmt skýrslu IATA. Flugfélögin borga því háar fjárhæðir til söluaðila.

Forsvarsmenn Ryanair vilja ekki taka þátt í þess háttar viðskiptum og fyrir tveimur árum settu þeir upp síu á heimasíðu félagsins sem koma átti í veg fyrir að leitarvélar myndu finna verð á síðunni. Einhverjir snjallir tölvuþrjótar fundu leið framhjá þessari vörn og því hefur verið komið fyrir nýjum og enn öflugri varnarvegg á heimasíðunni. Eigendur fyrirtækisins vilja nefnilega gera allt sem þeir geta til að komast hjá aukagjöldum en það sama verður kannski ekki sagt um farþega félagins.

TENGDAR GREINAR: Hafðu þetta í huga áður en þú bókar hjá Ryanair
HÓTEL: Finndu lægsta verðrið á hótelinu sem passar þér best

Mynd: Wikicommons