Setja sætin á fyrsta farrými á uppboð

Flugfélög geta aflað sér tekna með því að selja betri sætin um borð til hæstbjóðanda. Nokkur félög hafa tekið þessa nýju þjónustu í gagnið af verðunum að dæma þá mun hún verða útbreidd á næstunni.

Verðmunurinn á sætunum á dýrasta og ódýrasta farrými getur verið margfaldur. Flestir láta sér því nægja að sitja í hefðbundnum sætum. Nú hefur hins vegar verið kynnt til sögunnar nýr hugbúnaður sem gerir flugfélögum kleift að gefa farþegunum í ódýrustu sætunum færi á að bjóða í laus pláss á viðskiptafarrýminu stuttu fyrir brottför. Einnig nýta flugfélögin þetta til að bjóða óseld miðjusæti fyrir þá sem vilja meira rými.

Samkvæmt frétt Wall Street Journal fást að jafnaði um 100 þúsund krónur (800 dollarar) fyrir sætin á fyrsta farrými á uppboðunum og miðjusætin fara á tæpar 20 þúsund krónur (150 dollarar). Af þessum tölum að dæma þá er þessi nýja tekjulind flugfélaganna mjög dýrmæt en aðeins ellefu félög nýta sér hana í dag, flest evrópsk en ekkert þeirra flýgur hingað til lands.

NÝJAR GREINAR: Þrjár rauðar knæpurEndurkoma sumarhúsaferða til Hollands

Mynd: SAS