Sólskinsstundirnar ódýrastar í Lissabon

Ferðamenn borga nærri því þrefalt meira fyrir hverja sólarstund í Reykjavík en í höfuðborg Portúgals. Dýrust eru hún hins vegar í Sviss.

Sænskir bankamenn hafa reiknað út hvar er ódýrast fyrir Svía að njóta sólarinnar í júlí. Verð á gistingu, matsölustöðum, leigubílum og fleira er deilt niður á þá tíma sem sól skín á hefðbundnum júlídegi á nokkrum vinsælum áfangastöðum sænskra ferðamanna.

Niðurstaðan er sú að sólþyrstir Svíar ættu að halda til höfuðborgar Portúgals. Þar skín sólin að jafnaði 85 tíma á viku og hver sólskinsstund kostar um 1300 krónur. Hún er hins vegar dýrust í Genf og kostar þar nærri fjórum sinnum meira en í Lissabon.

Í úrtaki Svíanna eru 36 borgir og af þeim skera Reykjavík og Dublin sig töluvert úr því sólin er fátíðari þar en í hinum borgunum. Þær lenda því báðar nokkuð neðarlega á listanum þó verðlagið hér og á Írlandi sé mun hagstæðara fyrir ferðamenn í dag en það var á árunum fyrir hrun. Í Reykjavík skín sólin að jafnaði 39 stundir á viku í júlí og kostar tíminn 2600 krónur samkvæmt sænska bankafólkinu.

Þess má geta að sólarstundir í höfuðborginni hafa verið langt yfir meðaltali síðustu ár samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Ef Svíarnir hefðu gert álíka samanburð fyrir nokkrum árum síðan, þegar krónan var sterk og sólarstundirnar færri, má búast við að Reykjavík hefði endað ennþá neðar á listanum.

Hér borga ferðamenn flestir sólarstundir fyrir peninginn:

 1. Lissabon: 1342 krónur
 2. Sharm El-Sheikh: 1365 krónur
 3. Búdapest: 1549 krónur
 4. Aþena: 1568 krónur
 5. Antalya: 1605 krónur
 6. Tallinn: 1623 krónur
 7. Riga: 1679 krónur
 8. Madríd: 1679 krónur
 9. Istanbúl: 1826 krónur
 10. Barcelona: 2011 krónur
 11. Prag: 2066 krónur
 12. Marbella: 2141 krónur
 13. Flórens: 2270 krónur
 14. Róm: 2325 krónur
 15. Dubrovnik: 2325 krónur
 16. Nice: 2381 krónur
 17. Berlín: 2417 krónur
 18. Los Angeles: 2473 krónur
 19. Palma: 2547 krónur
 20. Dubai: 2602 krónur
 21. Vín: 2639 krónur
 22. Helsinki: 2841 krónur
 23. Stokkhólmur: 3026 krónur
 24. Munchen: 3100 krónur
 25. Miami: 3137 krónur
 26. Kaupmannahöfn: 3229 krónur
 27. Feneyjar: 3323 krónur
 28. Dublin: 3561 krónur
 29. París: 3561
 30. Reykjavík: 3598 krónur
 31. New York: 3690 krónur
 32. Monte Carlo: 3930 krónur
 33. London: 4004 krónur
 34. Amsterdam: 4022 krónur
 35. Osló: 4096 krónur
 36. Genf: 5203 krónur

Fylgstu með Túrista á Facebook

BÍLALEIGA: Rentalcars lofar lægsta verðinu
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum og bókaðu besta kostinn

Heimild: Forex.se