Stundvísitölur: Góður gangur í Leifsstöð

klukka

Allar brottfarir Wow Air voru á réttum tíma sl. tvær vikur og sömu sögu er að segja um komur Easy Jet.

Nær engar raskanir urðu á millilandaflugi til og frá Keflavík á fyrri hluta mánaðarins. Ferðum Easy Jet og Wow Air seinkaði aðeins einu sinni og 94 prósent af þeim nærri þrjú hundruð brottförum sem Icelandair stóð fyrir fóru í loftið á réttum tíma.

Stundvísi félaganna hefur verið góð það sem af er ári samkvæmt útreikningum Túrista og vonandi að svo verði áfram nú þegar aðalferðatíminn er handa við hornið. Þá fjölgar væntanlega þeim sem eiga pantað tengiflug út í heimi en farþegar geta verið illa settir ef þeir mæta of seint í framhaldsflug. Því ef miðarnir eru keyptir í sitthvoru lagi þá eru farþegarnir á eigin ábyrgð.

Stundvísitölur fyrri hluta maí 2013

1.-15.maí. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 93% 2 mín 85% 2 mín 89% 2 mín 574
WOW air 100% 0 mín 97% 0,3 mín 98% 0,1 mín 64
Easy Jet 94% 1 mín 100% 0 mín 97% 0,5 mín 32

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: Ókeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons