Stundvísitölur: Koma seinna heim

klukka

Ferðum til og frá Keflavíkurflugvelli seinkaði lítið seinni hluta aprílmánaðar.

Síðustu misseri hefur stundvísi í millilandaflugi verið með miklum ágætum hér á landi. Vélarnar taka þó oftar á loft á réttum tíma en þær lenda. Á því varð engin breyting á seinni hluta aprílmánaðar. Brottfarir Icelandair og Wow Air fóru samkvæmt áætlun í níu af hverjum tíu tilfellum en komum seinkaði oftar.

Árlega verðlaunar fyrirtækið Flightstats stundvísustu flugfélög heims. Þar eru komutímar hafðir til hliðsjónar en ekki brottfarir. Í fyrra var það hið pólska LOT sem stóð sig best af evrópsku flugfélögunum og komu vélar félagsins á réttum tíma í 89,35% tilfella. Forstjóri Ryanair vill samt sem áður meina að félagið sitt sé það stundvísasta í álfunni en enginn getur sannreynt hann því Ryanair deilir ekki stundvísitölum sínum með öðrum.

Hvað sem því líður þá var stundvísi þriggja umsvifamestu félaganna á Keflavíkurflugvelli góð seinni tvær vikurnar í apríl eins og sjá má á töflunni.

Stundvísitölur seinni hluta apríl 2013

16.-30.apr. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 91% 2,5 mín 80% 2,5 mín 85% 2,5 mín 530
WOW air 91% 1 mín 86% 4 mín 88% 2,5 mín 69
Easy Jet 86% 0,5 mín 86% 0,5 mín 86% 0,5 mín 28

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: Ókeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons