Þessu gleyma ferðalangar oftast heima

Þú kemst ekki langt vegabréfalaus eða án greiðslukorta. Öllu öðru er sennilega hægt að redda þegar komið er á áfangastað. Hér eru þeir fimm hlutir sem frændur okkar Danir gleyma oftast að pakka niður í ferðatöskurnar.

Sumir leggja farangurinn fyrst á rúmið og fá þannig góða yfirsýn áður en allt er sett ofan í töskur. Aðrir henda ofan í þær rétt fyrir brottför. Hver sem aðferðin er þá eru nokkrir hlutir sem vilja oftar gleymast heima en aðrir. Og af svörum tólf hundruð Dana að dæma þá er tannhirða fólki ekki ofarlega í huga rétt áður en það heldur úr landi.

Þessu gleyma danskir túristar oftast heima:

  1. Tannbursti
  2. Tannkrem
  3. Aðrar snyrtivörur
  4. Númerið í neyðarþjónustu bankans
  5. Sundföt

Frændur okkar eru sennilega ekki sér á báti hvað þetta varðar og því sóknarfæri fyrir sniðuga hótelstjóra að bæta fríum bursta og kremi við snyrtivöruflóruna á hótelherberginu.

HÓTEL: BÓKAÐU LÆGSTA VERÐIÐ SEM FINNST

Mynd: Story hotels