Umferð um Keflavíkurflugvöll eykst milli mánaða

Sjö flugfélög héldu úti áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði og brottfarirnar voru nærri sjö hundruð talsins.

Í apríl voru farnar að jafnaði 23 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli sem er aukning um rúmlega tíund frá mánuðinum á undan samkvæmt talningu Túrista.

Sjö félög héldu úti millilandaflugi héðan og var Icelandair langstærst með rúmlega þrjár af hverjum fjórum ferðum. Wow kemur næst með eina af hverjum tíu.

Easy Jet flýgur nú til þriggja áfangastaða frá Keflavík og er þriðja stærsta félagið eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Í sumar verður flogið beint frá Keflavík til 45 áfangastaða og þá bætast fleiri erlend flugfélög við flóruna. Um leið minnkar vægi íslensku félaganna lítillega.

Vægi félaganna á Keflavíkurflugvelli í apríl í brottförum talið:

  1. Icelandair: 77,5%
  2. Wow air: 9,9%
  3. Easy Jet: 4,6%
  4. SAS: 3,7%
  5. Norwegian: 1,8%
  6. Primera Air: 1,4%
  7. Air Greenland: 1,1%

HVERT VERÐUR FLOGIÐ Í SUMAR?

BÍLALEIGUBÍLL: Rentalcars lofar lægsta verðinu

Mynd: Isavia