Baðströndin sem allir vilja heimsækja

Í sumar verður á ný flogið til grísku eyjunnar Krít og þar er einn strönd sem nýtur skiljanlega mikillar hylli ferðalanga.

Við vesturströnd Krítar, um sjötíu kílómetra frá Chania flugvelli, er lítil eyja sem kallast Elafonissi. Strendurnar í kringum þennan klett þykja með þeim fegurri í Grikklandi og þar af leiðandi í allri Evrópu. Sérstaklega ljósbláa lónið sem er svo grunnt að börn botna þar auðveldlega og geta vaðið langar leiðir. Það tekur um tvo tíma að keyra yfir hæðina frá Chania til Elafonissi og það er þess virði að leggja snemma í hann því það verður fjölmennt í fjörunni þegar líða tekur á daginn.

Það er engin byggð við Elafonissi og aðeins mjög einföld gisting í boði í nágrenninu. Það er samt hægt að kaupa sér einfaldan skyndibita í strandsjoppum og því óþarfi að taka með sér nesti.

TENGDAR GREINAR: Krítverskar kræsingar
TILBOÐ: 10 prósent afsláttur á Krít

Mynd: Walter Vos/Creative Commons