Bangkok verður vinsælasta ferðamannaborgin í ár

Því er spáð að höfuðborg Taílands verði fyrsta asíska borgin til að tróna á toppi listans yfir helstu ferðamannaborgir í heimi.

Tæplega sextán milljónir erlenda túrista munu leggja leið sín til Bangkok í ár. Þetta eru aðeins fleiri gestir en reiknað er með að London taki á móti en breska borgin var sú vinsælasta í fyrra.

Það eru sérfræðingar á vegum Mastercard kortafyrirtækisins sem hafa legið yfir opinberum tölum yfir komur erlendra ferðamanna það sem af er ári og spáð fyrir um framhaldið út frá framboði á flugi til viðkomandi borga. Af þeim tuttugu stöðum sem eru á listanum geta íslenskir túristar flogið beint til sjö þeirra frá Keflavík.

Þær borgir sem munu laða til sín flesta erlenda ferðamenn í ár (fjöldinn í milljónum er innan sviga).

  1. Bangkok (15.980 þús)
  2. London (15.960 þús)
  3. París (13,920 þús)
  4. Singapúr (11.750 þús)
  5. New York (11.520 þús)
  6. Istanbúl (10.370 þús)
  7. Dubaí (9.890 þús)
  8. Kuala Lumpúr
  9. Hong Kong (8.720 þús)
  10. Barcelona (8,410 þús)
  11. Seúl (8,190 þús)
  12. Mílanó (6,830 þús)
  13. Róm (6.710 þús)
  14. Sjanghaí (6.500 þús)
  15. Amsterdam (6.350 þús)
  16. Tókýó (5.800 þús)
  17. Vín (5.370 þús)
  18. Taípei (5.190 þús)
  19. Ríad (5.050 þús)
  20. Los Angeles (4.840 þús)

HÓTEL: Smelltu til að gera verðsamanburð á gistinguna út um allan heim
NÝJAR GREINAR: Baðströndin sem allir vilja heimsækja

Heimild: Mastercard Global destinations Cities in 2013