Samfélagsmiðlar

Dr. Gunni mælir með gistiheimili KFUM í New York

ymca drgunni

Meira að segja ódýru hótelin í New York kosta skildinginn. Dr. Gunni heimsótti borgina um daginn og líkt og áður þá tékkaði hann sig inn á gistiheimili KFUM í borginni. Hann deilir hér reynslu sinni af þessum ódýru gistihúsum.

„Eins og flestir ættu að vita er New York höfuðborg heimsins og fátt er unaðslegra en að stoppa þar í nokkra daga, láta mannmergðina gleypa sig og sleppa við séríslenska naflatuðið í leiðinni. Einn löstur á borginni er gríðarhátt verð á hótelherbergjum. Þegar maður er einn á ferð er þessi kostnaður jafnvel meiri því single room er hlutfallslega miklu dýrara en double. Í seinni tíð hef ég fundið lausn á þessu sem er hótel YMCA, eða KFUM (og K), eins og við segjum.

YMCA reka þrjú hótel á Manhattan, eitt í Harlem, annað austan megin á 47. stræti (Vanderbilt) og það þriðja nálægt Columbus Circle á 63. stræti (West Side). Yfirleitt fær maður ekki hótelherbergi í Manhattan á undir 200 – jafnvel 250 dollurum á nótt – en hjá YMCA eru verðin mun viðráðanlegri. Maður hefur nóg annað að gera í New York en að hanga á hótel-herberginu, rétt svo að maður komi þar til að sofa, svo skítt með það þótt þetta sé enginn lúxus.“

Kýs heldur sturtuna á þriðju hæð

„Ég gisti á Vanderbilt árið 1993 og man því eðlilega ekkert eftir því annað en að Sameinuðu þjóðirnar eru nálægt. Á West side hef ég hins vegar gist nýlega. Í fyrra var ég á ódýra svæðinu (9. hæð) á 105 dollara nóttina. Ég játa það reyndar að manni fannst maður ansi mikill minnipokamaður í því öreigalega og litla herbergi. Gangarnir minna á fangelsi og bað og klósettaðstaða er sameiginleg, þrjár sturtur í röð og salerni aðskilin með lágu skilrúmi. Eftir að hafa reynt einu sinni að sturta mig þarna – og orðið fyrir manni í næstu sturtu sem annað hvort var að gera vel við sig, eða bunan var svona heit og þess vegna stundi hann svona mikið – ákvað ég að sturta mig framvegis í gymminu á 3. hæð. Þetta var reyndar dálítið vesen (að þvælast í lyftu með handklæði og svona) en mun betra en sameiginlega sturtuaðstaðan þar sem von var á öllu.“

Stórar klósettsetur á dýrari ganginum

„Í síðustu ferð minni í maí 2013 ákvað ég að splæsa heilum 115 dollurum á nótt í „lúxus“-herbergi hótelsins sem staðsett eru á tveimur efstu hæðunum, 12. og 13. hæð. Herbergið er lítið en aðeins hlýlegra en hitt, gangarnir aðeins minna fangelsislegir, en það sem mestu skiptir er að nú fékk maður einkabaðherbergi fram á gangi. Þar eru fjölmörg baðherbergi í röð (ég lenti aldrei í því að þau væru upptekin) og maður kemst inn með lyklinum sínum. Þarna eru bara nokkuð fínar sturtur og þessi risavöxnu amerísku klósett sem rúma rassa á alfeitustu Könum.

Það er smá farfuglaheimilisbragur á YMCA, mikið af ungu fólki, en aldrei neitt bögg, nema það að ég þurfti að sýna lykilpassann minn í nánast hvert skipti sem ég kom. Ágætt wi-fi er bara á neðstu hæð og ekki í herbergjunum. Þar eru Internet-tölvur (dollari = 10 mín) og sjoppa (opnar kl. 7). YMCA West side er á fínum stað. Central Park er við hliðina, örstutt er á næsta Starbucks og í hina stórkostlegu nýlenduvöruverslun Whole Foods á Columbus Circle. Ímyndaðu þér 100 Melabúðir undir einu þaki. Þar er líka jarðlestin sem tekur mann hvert á land sem er í þessari æðislegu borg.

Svo ef þú vilt ekki eyða öllum peningunum þínum í rúm til að sofa í (ágætis rúm bæ ðe vei, sem ég fékk ekki í bakið af), þá mæli ég með YMCA.“

Túristi þakkar Dr. Gunna fyrir pistilinn enda vafalítið margir lesendur síðunnar sem eru hikandi við að bóka svefnpláss á ódýrum gistiheimilum en væru svo sannarlega til í að verja gjaldeyrinum í eitthvað annað en dýr hótelherbergi.

 

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …