Flókið að koma upp fríu neti í flugstöðinni

Í byrjun sumars stóð til að bjóða upp á ókeypis þráðlaust netsamand á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það tókst hins vegar ekki en unnið er að lausn málsins.

Fjöldi flugvalla býður flugfarþegum upp á frítt netsamband í lengri eða skemmri tíma. Í meira en áttatíu flugstöðvum á Norðurlöndunum er sambandið til að mynda frítt líkt og sagt var frá hér á síðunni í byrjun árs. Í kjölfarið tilkynntu forsvarsmenn Isavia að til stæði að bjóða upp á sambærilega þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að enn sé verið að vinna í uppsetningu og prófunum og þær hafi reynst flóknari en gert var ráð fyrir. Frekari upplýsingar um gang mála liggja fyrir í næsta mánuði.

Snjallsímaforrit sett á ís

Það stóð einnig til að hleypa af stokkunum sérstöku „appi“ frá Keflavíkuflugvelli í sumar samkvæmt þeim upplýsingum sem Túrista fékk frá Isavia í febrúar. Það mál hefur nú verið tekið til endurskoðunar og segir Friðþór að verið sé að meta þörfina og viðskiptaáætlunina fyrir þess háttar þjónustu. Hann bendir á að Keflavíkurflugvöllur sé töluvert minni en aðrir flugvellir sem fjárfesti töluvert í slíkum forritum.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Mynd: Isavia