Flugvellir í ríkiseigu fæla Ryanair frá

Forsvarsmenn hins írska Ryanair segja eignarhald á norrænum flugvöllum koma í veg fyrir sókn þeirra á svæðinu.

Umsvif Ryanair í Skandinavíu hafa aukist töluvert síðustu ár. Ein stærsta starfsstöð félagsins er t.a.m. á Skavsta flugvelli í nágrenni við Stokkhólm. Ryanair flýgur einnig víða frá Billund á Jótlandi.

Félagið hefur áður gefið það út að aukin markaðshlutdeild á Norðurlöndum sé forsenda fyrir vexti í framtíðinni. Talsmaður Ryanair segir í viðtali við vefmiðilinn Checkin í Danmörku að félagið geti hugsað sér að stunda innanlandsflug í Skandinavíu. En þar sem engin samkeppni ríki milli flugvalla á svæðinu telji hann ekki hægt að ná það hagstæðum samningum að það borgi sig að hefja stutt flug innan landanna.

Flugvellir frændþjóðanna eru almennt í eigu hins opinbera líkt og hér á landi.

TENGDAR GREINAR: Hafðu þetta í huga áður en þú bókar flug hjá Ryanair

 

Mynd: Wikicommons