Samfélagsmiðlar

Sparnaðarráð fyrir heimsborgara í Kaupmannahöfn

Þú getur verið á bremsunni og drukkið vatn úr krönunum, keypt öl í sjoppunni og eytt deginum í að skoða Litlu hafmeyjuna. En það er ekki víst að sú dagskrá hljómi spennandi þó gjaldeyrinn sé takmarkaður. Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem vilja fá meira úr dvölinni í gömlu höfuðborginni án þess að eyða miklu.

Veitingastaðurinn Vespa er vel staðsettur og vinsæll. Verðlagið er líka flestum að skapi.

Ódýr og góður kvöldmatur

Á veitingastöðunum Vespa og Madklubben í Store Kongensgade hafa gestirnir úr örfáum réttum að velja en í staðinn er verðlagið hagstætt. Fjögurra rétta máltíð kostar um 5000 krónur (250 krónur) og einnig er hægt að panta færri rétti og halda reikningnum í lágmarki. Báðir staðirnar njóta vinsælda meðal Kaupmannahafnarbúa sem vilja fara út að borða á smekklegum stöðum sem servera góðan mat fyrir lítið.

Ókeypis á söfn

Á Ríkislistasafninu, Statens Museum for Kunst, er ekki rukkað fyrir aðgang að föstu sýningunni og því hægt að ganga um þetta fallega safn og skoða brot af því besta sem danskir og norrænir listamenn hafa gert síðustu sjö aldir. Á safninu er einnig nokkur verk eftir þekktustu listamenn Evrópu og svo hanga líka uppi verk eftir drottninguna. Henni er þó lítill greiði gerður með því að vera sett í þennan fína félagsskap. Á sunnudögum kostar ekkert inn á Glyptoteket, við hliðina á Tívolí, sem er sennilega glæsilegasta safn borgarinnar og Þjóðminjasafnið er líka ókeypis.

Gömlu hótelin

Í útjaðri borgarinnar eru nokkur nýleg og ódýr hótel. Gestirnir eyða þó sennilega sparnaðinum í strætómiða og tapa dýrmætum tíma. Í nágrenni við Nýhöfn eru nokkur hótel sem eiga það sammerkt að vera ódýrari en gengur og gerist í þessum hluta borgarinnar og helsta ástæðan fyrir því er sú að herbergin eru orðin soldið slitin. En þau eru snyrtileg og ljómandi kostur fyrir þá sem vilja búa í Frederiksstaden, einu fallegasta hverfi Skandinavíu. Þau helstu eru Christian IV, Maritime og Esplanaden en á því síðastnefnda fá lesendur Túrista ókeypis morgunmat.

Magafylli í hádeginu

Á matarmarkaði Kaupmannahafnarbúa, Torvehallerne við Nörreport, er mikið úrval af góðgæti. Bæði til að borða á staðnum og taka með heim. Ma Poule er einn vinsælasti básinn á markaðnum og þar er fókuserað á franskt hráefni. Í hádeginu fyllist allt við standinn af fólki sem vill fá andasamlokuna víðfrægu. Hún samastendur af vænum skammti af smjörsteiktu andarkjöti, sinnepi og salati í ciabatta brauði. Þó samlokan sé ekki sú ódýrasta í Köben (55 danskar) þá stendur hún með manni allan daginn og sparar fólki millimáltíðirnar.

HÓTEL: Finndu lægsta verðið á gistingu í Köben
TILBOÐ: Frír morgunmatur á ódýru hóteli í Kaupmannahöfn

Mynd: Cofoco

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …