Samfélagsmiðlar

Sparnaðarráð fyrir heimsborgara í Kaupmannahöfn

Þú getur verið á bremsunni og drukkið vatn úr krönunum, keypt öl í sjoppunni og eytt deginum í að skoða Litlu hafmeyjuna. En það er ekki víst að sú dagskrá hljómi spennandi þó gjaldeyrinn sé takmarkaður. Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem vilja fá meira úr dvölinni í gömlu höfuðborginni án þess að eyða miklu.

Veitingastaðurinn Vespa er vel staðsettur og vinsæll. Verðlagið er líka flestum að skapi.

Ódýr og góður kvöldmatur

Á veitingastöðunum Vespa og Madklubben í Store Kongensgade hafa gestirnir úr örfáum réttum að velja en í staðinn er verðlagið hagstætt. Fjögurra rétta máltíð kostar um 5000 krónur (250 krónur) og einnig er hægt að panta færri rétti og halda reikningnum í lágmarki. Báðir staðirnar njóta vinsælda meðal Kaupmannahafnarbúa sem vilja fara út að borða á smekklegum stöðum sem servera góðan mat fyrir lítið.

Ókeypis á söfn

Á Ríkislistasafninu, Statens Museum for Kunst, er ekki rukkað fyrir aðgang að föstu sýningunni og því hægt að ganga um þetta fallega safn og skoða brot af því besta sem danskir og norrænir listamenn hafa gert síðustu sjö aldir. Á safninu er einnig nokkur verk eftir þekktustu listamenn Evrópu og svo hanga líka uppi verk eftir drottninguna. Henni er þó lítill greiði gerður með því að vera sett í þennan fína félagsskap. Á sunnudögum kostar ekkert inn á Glyptoteket, við hliðina á Tívolí, sem er sennilega glæsilegasta safn borgarinnar og Þjóðminjasafnið er líka ókeypis.

Gömlu hótelin

Í útjaðri borgarinnar eru nokkur nýleg og ódýr hótel. Gestirnir eyða þó sennilega sparnaðinum í strætómiða og tapa dýrmætum tíma. Í nágrenni við Nýhöfn eru nokkur hótel sem eiga það sammerkt að vera ódýrari en gengur og gerist í þessum hluta borgarinnar og helsta ástæðan fyrir því er sú að herbergin eru orðin soldið slitin. En þau eru snyrtileg og ljómandi kostur fyrir þá sem vilja búa í Frederiksstaden, einu fallegasta hverfi Skandinavíu. Þau helstu eru Christian IV, Maritime og Esplanaden en á því síðastnefnda fá lesendur Túrista ókeypis morgunmat.

Magafylli í hádeginu

Á matarmarkaði Kaupmannahafnarbúa, Torvehallerne við Nörreport, er mikið úrval af góðgæti. Bæði til að borða á staðnum og taka með heim. Ma Poule er einn vinsælasti básinn á markaðnum og þar er fókuserað á franskt hráefni. Í hádeginu fyllist allt við standinn af fólki sem vill fá andasamlokuna víðfrægu. Hún samastendur af vænum skammti af smjörsteiktu andarkjöti, sinnepi og salati í ciabatta brauði. Þó samlokan sé ekki sú ódýrasta í Köben (55 danskar) þá stendur hún með manni allan daginn og sparar fólki millimáltíðirnar.

HÓTEL: Finndu lægsta verðið á gistingu í Köben
TILBOÐ: Frír morgunmatur á ódýru hóteli í Kaupmannahöfn

Mynd: Cofoco

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …