Samfélagsmiðlar

Ódýrasta farið frá flugvellinum

Það er hægt að spara sér töluverðan gjaldeyri með því að nýta sér almenningssamgöngur á ferðalaginu til og frá útlensku flugstöðinni. Túristi fann ódýrasta farið frá nokkrum vinsælum evrópskum flughöfnum.

Berlín – 380 krónur

Það tekur um 20 mínútur að taka lest frá Schönefeld flugvelli og inn í bæ. Fargjaldið er um þrjár evrur (480 krónur) og því lítil ástæða til að borga leigubílstjóra 40 evrur fyrir skutlið. Lestin fer nokkrum sinnum á klukkutíma. Frá Tegel flugvelli er hægt að taka strætisvagna inn í bæ og kostar farið 2,4 evrur (380 krónur).

Kaupmannahöfn – 700 krónur

Á nokkurra mínútna fresti keyra neðanjarðarlestir frá Kastrup flugvelli áleiðis til miðborgarinnar. Ferðalagið til Kongens Nytorv tekur korter og kostar 36 danskar (um 700 íslenskar krónur) fyrir 12 ára og eldri. Miðinn gildir einnig í strætisvagna og aðrar lestir næsta klukkutímann. Þeir sem eiga pantaða gistingu í nágrenni við Ráðhústorgið og aðallestarstöðina ættu að heldur að taka hefðbundna lest í kjallara flugstöðvarinnar en fargjaldið með henni er það sama. Leigubíll inn í bæ kostar sjaldnast undir 250 dönskum (um 5000 kr.).

London – 940 krónur

Það er flogið til þriggja flugvalla í nágrenni við bresku höfuðborgina frá Keflavík. Hraðlestir komast á korteri frá Gatwick og Heathrow en farið með þeim kostar um 20 pund (3700 íslenskar). Þeir sem bóka miða frá Gatwick inn til Lundúna með Southern Railway með góðum fyrirvara fá hins vegar lestarmiða á fimm pund (940 krónur).

Neðanjarðarlestakerfi Lundúna nær út á Heathrow en lestin er um þrjú korter að komast þaðan og inn að Piccadilly Circus. Hún stoppar margoft á leiðinni og það getur orðið þröngt í vagninum. Þetta er því ekki heppilegur kostur fyrir þá sem ferðast með börn og mikinn farangur. Rútur National Express keyra jafnt og þétt á milli flugvallarins og miðborgarinnar og sætið er á 9 pund (um 1900 krónur). Það kostar álíka mikið með Easybus frá Luton flugvelli.

Osló – 2600 krónur

Höfuðborg Noregs er ekki þekkt fyrir lágt verðlag. Það þarf því ekki að koma á óvart að það kostar töluvert að komast af Gardermoen flugvelli. Rúta Flybussen er ódýrasti kosturinn og miðinn er á 125 norskar ef bókað er á netinu. Hraðlestin frá Gardermoen flugvelli kostar um þúsund krónum meira.

París – 1800 krónur

Þú ert tæpan hálftíma á leiðinni inn til Parísar frá Charles de Gaulle flugvelli um borð í lest. Þessi þægilegi ferðamáti er jafnframt sá ódýrasti. Farið er á 9,5 evrur en leigubílstjóri rukkar um 50 evrur (9400 krónur) fyrir skutlið að hótelhurðinni. Það er munar því töluverðu á þessum kostum. Flugrútur Air France eru líka fínn kostur en þó dýrari en lestin.

Í einhverjum tilvikum er hægt að komast ennþá ódýrara frá flugstöðinni með hefðbundnum strætisvögnum en það getur verið flókið ferðalag fyrir aðkomufólk.

Greinin birtist áður í Fréttatímanum.

TILBOÐ: Frír morgunmatur fyrir lesendur Túrista í Kaupmannahöfn

Mynd: Ditte Valente

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …