Samfélagsmiðlar

Ódýrasta farið frá flugvellinum

Það er hægt að spara sér töluverðan gjaldeyri með því að nýta sér almenningssamgöngur á ferðalaginu til og frá útlensku flugstöðinni. Túristi fann ódýrasta farið frá nokkrum vinsælum evrópskum flughöfnum.

Berlín – 380 krónur

Það tekur um 20 mínútur að taka lest frá Schönefeld flugvelli og inn í bæ. Fargjaldið er um þrjár evrur (480 krónur) og því lítil ástæða til að borga leigubílstjóra 40 evrur fyrir skutlið. Lestin fer nokkrum sinnum á klukkutíma. Frá Tegel flugvelli er hægt að taka strætisvagna inn í bæ og kostar farið 2,4 evrur (380 krónur).

Kaupmannahöfn – 700 krónur

Á nokkurra mínútna fresti keyra neðanjarðarlestir frá Kastrup flugvelli áleiðis til miðborgarinnar. Ferðalagið til Kongens Nytorv tekur korter og kostar 36 danskar (um 700 íslenskar krónur) fyrir 12 ára og eldri. Miðinn gildir einnig í strætisvagna og aðrar lestir næsta klukkutímann. Þeir sem eiga pantaða gistingu í nágrenni við Ráðhústorgið og aðallestarstöðina ættu að heldur að taka hefðbundna lest í kjallara flugstöðvarinnar en fargjaldið með henni er það sama. Leigubíll inn í bæ kostar sjaldnast undir 250 dönskum (um 5000 kr.).

London – 940 krónur

Það er flogið til þriggja flugvalla í nágrenni við bresku höfuðborgina frá Keflavík. Hraðlestir komast á korteri frá Gatwick og Heathrow en farið með þeim kostar um 20 pund (3700 íslenskar). Þeir sem bóka miða frá Gatwick inn til Lundúna með Southern Railway með góðum fyrirvara fá hins vegar lestarmiða á fimm pund (940 krónur).

Neðanjarðarlestakerfi Lundúna nær út á Heathrow en lestin er um þrjú korter að komast þaðan og inn að Piccadilly Circus. Hún stoppar margoft á leiðinni og það getur orðið þröngt í vagninum. Þetta er því ekki heppilegur kostur fyrir þá sem ferðast með börn og mikinn farangur. Rútur National Express keyra jafnt og þétt á milli flugvallarins og miðborgarinnar og sætið er á 9 pund (um 1900 krónur). Það kostar álíka mikið með Easybus frá Luton flugvelli.

Osló – 2600 krónur

Höfuðborg Noregs er ekki þekkt fyrir lágt verðlag. Það þarf því ekki að koma á óvart að það kostar töluvert að komast af Gardermoen flugvelli. Rúta Flybussen er ódýrasti kosturinn og miðinn er á 125 norskar ef bókað er á netinu. Hraðlestin frá Gardermoen flugvelli kostar um þúsund krónum meira.

París – 1800 krónur

Þú ert tæpan hálftíma á leiðinni inn til Parísar frá Charles de Gaulle flugvelli um borð í lest. Þessi þægilegi ferðamáti er jafnframt sá ódýrasti. Farið er á 9,5 evrur en leigubílstjóri rukkar um 50 evrur (9400 krónur) fyrir skutlið að hótelhurðinni. Það er munar því töluverðu á þessum kostum. Flugrútur Air France eru líka fínn kostur en þó dýrari en lestin.

Í einhverjum tilvikum er hægt að komast ennþá ódýrara frá flugstöðinni með hefðbundnum strætisvögnum en það getur verið flókið ferðalag fyrir aðkomufólk.

Greinin birtist áður í Fréttatímanum.

TILBOÐ: Frír morgunmatur fyrir lesendur Túrista í Kaupmannahöfn

Mynd: Ditte Valente

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …