Samfélagsmiðlar

Skerjagarðurinn er innan seilingar

skerjagardurinn Henrik Trygg

Það er fjör við ferjuhafnirnar í Stokkhólmi því margir vilja út í hinn rómaða Skerjagarð. Túristi sigldi út í eyjarnar sem raða sér svo fallega fyrir utan borgina.

Eystrasalt teygir anga sína inn í Stokkhólm og setur svo sterkan svip á byggðina að borgin er stundum kölluð Feneyjar norðursins. Ferjurnar sem flytja heimamenn og túrista út í eyjarnar í Skerjagarðinum sækja farþegana því eiginlega heim að dyrum. Þeir lesendur sem ætla að verja tíma í Stokkhólmi í sumar ættu að nýta sér þessar góður samgöngur og sigla út í hinn stórkostlega Skerjagarð og eyða þar dagsparti eða jafnvel nokkrum dögum.

Rækjubátur um borð

Ferjurnar leggja í hann frá þremur mismunandi stöðum í miðborginni og það er vissara að panta miða með með fyrirvara og mæta tímanlega til að finna réttan ferju. Það myndast líka löng röð við bátana því fólk vill tryggja sér sætin nálægt veitingasölunni þar sem kardemommubollur, pylsur og dýrindis rækjulokur seljast eins og heitar lummur. Það er líka í góðu lagi að taka með sér nesti og spara sér ferð í sjoppuna.

Það er ekki svo dýrt að fá far með út í Skerjagarðinn. Klukkutíma sigling út í Vaxholm, eina vinsælustu eyjuna, kostar til að mynda um 1400 krónur (75 sænskar) með Vaxholmsbolaget. Þar er svo hægt að verja deginum í að skoða bæinn, stóru húsin og borða klassískan „hússmannsmat“ á hótelinu og horfa út á hafið.

Ógnandi kafbátar

Ein vinsælasta eyjan er Sändhamn en þangað fer enginn í dagsferð frá Stokkhólmi því báturinn er rúma þrjá tíma á leiðinni. Hin sjarmerandi Finnhamn er aðeins nær borginni og má mæla sérstaklega með heimsókn þangað fyrir þá sem vilja eyða smá tíma á kyrrlátri eyju með fallegum skógi og fögrum víkum. Á Finnhamn er gist á á farfuglaheimili eða í einföldum bústöðum. Á sumum eyjum eru líka hótel, til dæmis á Utö þar sem fólk ver deginum í að stinga sér ofan í sjóinn af klöppunum við norðurströndina eða sólar sig í sandinum í suðurhlutanum. Utö hefur verið í byggð síðan á sjöttu öld en Rússar léku eyjaskeggja grátt á þeirri átjándu. Það er því ekki að undra að óttinn við innrás frá Sovétríkjunum var landlægur á þessum slóðum lengi. Eyjan Siaröfortet ber þess heldur betur merki því stór hluti hennar er virki sem nota átti til að verjast sóveskum kafbátum á Kaldastríðsárunum. Það er þó afskaplega friðsælt við farfuglaheimili eyjunnar þar sem boðið er upp á einfalda gistingu, fínar veitingar og gufubað í flæðamálinu.

Ferðafélag Svíþjóðar sér um gistinguna á flestum eyjunum og kostar nóttin á farfuglaheimilum um 20 þúsund með morgunmat.

TENGDAR GREINAR: Vegvísir Stokkhólmur

Mynd: Ola Ericsson

Nýtt efni

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …