Stundvísitölur: Aðeins meiri tafir

klukka

Um níu af hverjum tíu ferðum til og frá Keflavíkurflugvelli voru á réttum tíma í seinni hluta síðasta mánaðar.

Brottförum Icelandair og Easy Jet seinkaði að jafnaði um sex mínútur seinni hluta maímánaðar. Töfin hjá Wow Air var lítil sem engin og 95% allra ferða félagsins var á tíma. Stundvísi var almennt góð á tímabilinu líkt og hún hefur verið mestan part ársins.

Bilun í flugumsjónakerfum Isavia riðlaði nær öllu millilandaflugi þann 23. maí og var sá dagur þar af leiðandi ekki tekinn inn í stundvísitölur Túrista. Þó flug hafi aðeins legið niður fyrir hádegi þann dag þá fór öll áætlun dagsins úr skorðum.

Stundvísitölur seinni hluta maí 2013

16.-31.maí. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 88% 6 mín 81% 7 mín 85% 7 mín 717
WOW air 97% 0,5 mín 92% 0,5 mín 95% 0,5 mín 76
Easy Jet 88% 5,5 mín 82% 6 mín 85% 6 mín 34

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: Ókeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons