Sumartilboð í Stokkhólmi

arlandaexpress

Það kostar helmingi minna að setjast upp í hraðlestina sem skýst milli Arlanda flugvallar og Stokkhólms fram til loka sumars.

Ódýrasti valkosturinn fyrir þá sem þurfa að koma sér frá Arlanda flugvelli í Stokkhólmi er að taka rútuna. Farið kostar 99 sænskar (um 1800 krónur) og tekur ferðalagið um 35 til 45 mínútur. Almenningslestin keyrir aðeins tvisvar á klukkutíma og er aðeins dýrari en rútan.

Þeir sem vilja hins vegar drífa sig í bæinn þurfa að vanalega að borga 260 sænskar (4800 krónur) fyrir miða í hraðlest Arlanda Express. Farið fram og tilbaka kostar íslenskan ferðalang því nærri 10 þúsund krónur og verðið stendur vafalítið í mörgum.

Fram til 1. september er hins vegar hægt að fá mun ódýrari miða ef keyptir eru tveir til fjórir miðar. Far fyrir tvo kostar þá 280 krónur, 380 krónur fyrir þrjá og 480 fyrir fjóra. Það munar um minna. Sá sem er einn á ferð þarf því miður að borga fullt gjald en börn yngri en 18 ára frá frítt í lestina. Sjá nánar á heimasíðu Arlanda Express.

Í vegvísi Túrista fyrir Stokkhólm eru að finna gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem vilja nýta sér almenningssamgöngur í borginni.

HÓTEL: Ódýr hótel í Stokkhólmi

Mynd: Patrick Johannsson