Vilja bæta mannasiði Parísarbúa

Engin borg laðar til sín jafn marga ferðamenn og París gerir. Íbúar hennar þykja þó vera heldur stuttir í spuna í samskiptum sínum við aðkomufólk.

Þjónar, leigubílstjórar og afgreiðslufólk í höfuðborg Frakklands er of oft ókurteist, ógreiðvikið og illa að sér í erlendum tungumálum að mati forsvarsmanna ferðamálaráðs Parísar. Þeir hafa því gefið út handbók sem ætluð er þeim sem starfa í þjónustugeiranum. Í bókinni eru að finna orðalista á átta tungumálum og gagnlegar upplýsingar um ferðamenn frá þessum sömu löndum. Meðal annars kemur fram að Bretar vilji láta ávarpa sig með fornafni, ítalir kunni að meta handaband, Bandaríkjamenn vilji hafa prísana á hreinu og að Kínverjar séu ákafir búðaráparar.

Eitt af hverjum tíu störfum í París tengist ferðaþjónustunni segir í frétt Skift en þar í borg óttast margir að viðhorf Frakka til túrista fæli fólk frá. Útgáfa handbókarinnar er því liður í því að koma í veg fyrir að það gerist.

HÓTEL: Smelltu til að finna ódýr hótel í París
TILBOÐ: Viltu 10% afslátt af gistingu í París?

Mynd: Paris Tourist Office/Jacques Lebar