11 ódýrar ferðir í næstu viku – frá 25 til 60 þúsund

Hér eru ferðirnar fyrir þá sem vilja komast burt í hvelli en þó halda kostnaði í lágmarki.

Það er útlit fyrir að veðrið sem einkennt hefur suðvesturhornið það sem af er sumri ætli að taka yfir allt landið næstu daga. Og af heimasíðum ferðaskrifstofanna og flugfélaganna að dæma hefur veðráttan áhrif á söluna því lítið er um tilboð á ferðum í júlí.

Túristi leitaði eftir ódýrum ferðum í næstu viku og fann ellefu ferðir til tíu borga sem eiga það sameiginlegt að kosta á bilinu 25 til 60 þúsund. Í sumum tilfellum bætist við farangursgjald.

Svo að lesendur geri sér betur grein fyrir því hvað fríið kann að kosta þá gerðum við verðsamanburð á hótelgistingu. Í töflunni hér fyrir neðan er að finna lægsta verð á þriggja stjörnu miðbæjarhóteli í viðkomandi borgum. Þeir sem eru til í að búa í úthverfi geta fundið eitthvað ódýrara með því að smella á verðdæmið.

 

Borg Dagar Flugfélag Fargjald 3* hótel frá
Manchester 18.júl-1.ágú Easy Jet 24.930 kr. 7.188 kr.
Edinborg 18.-29.júl Easy Jet 28.104 kr. 18.605 kr.
Brussel 15.-29.júl Thomas Cook 31.957 kr. 7.459 kr.
París 16.-22.júl Transavia 37.957 kr. 10.118 kr.
London 16.-29.júl Wow Air 46.373 kr. 38.101 kr.
Köln 15.-25.júl German Wings 48.097 kr. 9.622 kr.
Kaupmannahöfn 18.-31.júl Wow Air 53.103 kr. TILBOÐ
Kaupmannahöfn 17.júl-1.ágú Icelandair 54.530 kr. 15.682 kr.
Stuttgart 19.júl-1.ágú German Wings 57.781 kr. 10.112 kr.
Glasgow 18.júl-28.júl Icelandair 59.310 kr. 9.282 kr.
Barcelona 16.-22.júl Vueling 59.762 kr 11.317 kr.

Hér geturðu séð hverjir fljúga hvert í sumar.

TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingu á Krít
BÍLALEIGA: Rentalcars lofar lægsta verðinu

Mynd: Paris Tourist Office – Amélie Dupont