Baðströnd í borginni

 

Toronto

Það þarf ekki að fara langt út fyrir háhýsabyggðina í stærstu borg Kanada til að komast á eina vinsælustu baðströndina við Ontario vatn. Þú sest einfaldlega upp í sporvagn á leið í austur eftir Queen Street og eftir um korter frá miðborginni ertu kominn út að The Beaches hverfinu. Þar er þriggja kílómetra löng sandströnd, stór sundlaug og hellingur af veitingastöðum og verslunum.

ÓDÝR HÓTEL Í TORONTOVatnið leikur við íbúa Zurich eins og sjá má.[/caption]

Zurich

Íbúarnir halda því fram að vatnið sem rennur í gegnum Zurich sé næstum drykkjarhæft. Þeir hika því ekki við að skella sér út í þær ár og vötn sem finna má innan borgarmarkanna. Það eru fjölmörgum baðstöðum að velja og flestir rukka fyrir aðganginn. Við Lido Mythenquai er 250 metra löng sandströnd sem er öllum opin. Þar geturðu synt í Zurich vatni og dáðst af fjallasýninni, spilað borðtennis og jafnvel fengið lánaða bók á bókasafninu.

ÓDÝR HÓTEL Í ZURICH

NÝJAR GREINAR: Borgar sig að greiða aukalega fyrir sætið?

Greinin birtist áður í Fréttatímanum
Myndir: Visit Berlin og Zuerich.com