Ferðalög bæta kynlífið

Farmiði til útlanda er líklegur til að falla vel í kramið hjá makanum.

Þau pör sem ferðast saman eru hamingjusamari og kynlíf þeirra er líklegra til að blómsta en ef þau væru bara heima. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Ferðamálaráð Bandaríkjanna lét gera. Um tveir þriðju þátttakenda í könnuninni segja ferðalag með makanum mun árangursríkari aðferð til að auka rómantíkina í sambandinu en að gefa hefðbundnar gjafir.

Hjónabandssérfræðingur sem rætt er við í frétt USA Today um málið segir að ferðalög krefjist þess að pör verji meiri tíma saman en ella. Það sé alls ekki sjálfgefið að það fari vel í alla og því hætta á að ferðalag fari endanlega með sambandið.

TENGDAR GREINAR: Menn drekka og konur stunda kynlíf í fríinu
TILBOÐ: Viltu frítt freyðivín upp á herbergi í Berlín?

Mynd: Paris Tourist Office/Jacques Lebar