Flestir kylfingar fara til Spánar

Framboð á golfferðum er álíka mikið núna og það var fyrir hrun. Líkt og þá er það vellirnir á Spáni sem laða til sín flesta.

Á haustin er hefð fyrir því að kylfingar hér á landi spreyti sig á erlendri grundu. Í ár mun væntanlega sjást langar leiðir hvar á landinu spilaranir búa því veðrið hefur ekki auðveldað þeim á höfuðborgarsvæðinu að bæta leik sinn.

Vilja allt innifalið

Hörður H. Arnarson, framkvæmdastjóri íþróttadeildar Heimsferða, segir að sala á golfferðum hafi dregist saman um þrjátíu prósent árið 2009 en hún sé núna komin í sama horf og fyrir hrun. Hann segir að eftirspurnin eftir ferðum þar sem allur matur og drykkur er innifalinn í verðinu hafa aukist á þessum tíma.

Að sögn Harðar eru kylfingar alltaf að horfa eftir nýjum svæðum en Spánn er þó alltaf langvinsælasti staðurinn.

Af heimasíðum Heimsferða, Úrval-Útsýn og Vita að dæma þá liggur golfstraumurinn til Alicante og Andalúsíu á Spáni í haust. En Vita býður einnig upp á skipulagðar golfferðir til Mexíkó og Taílands í byrjun næsta árs. Hjá GB-ferðum og ÍT-ferðum er líka að finna úrval af ferðum á breska golfvelli og til Flórída í Bandaríkjunum.

BÍLALEIGA: Auðveld leit að hagstæðasta bílnum
HÓTEL: Ódýr hótel út um allan heim

Mynd: Iberostar