Helmingi fleiri ferðir til útlanda

Að jafnaði voru farnar 43 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli í júní og sjö af hverjum tíu voru á vegum Icelandair.

Fimmtán félög bjóða upp á reglulegar ferðir til útlanda frá Keflavík í sumar. Tvö þeirra, Vueling og Thomas Cook, eru hér í fyrsta skipti. Í vetur voru félögin sjö og ferðirnar miklu færri. Til að mynda voru farnar helmingi fleiri ferðir í júní en í maí samkvæmt talningu Túrista. Munurinn á umferðinni í apríl sl. og júní er nærri tvöfaldur.

Af félögunum fimmtán standa Icelandair og Wow Air undir nærri 85 prósent af umferðinni.

Í sumar verður flogið beint frá Keflavík til 45 áfangastaða.

Vægi fimm umsvifamestu félaganna á Keflavíkurflugvelli í júní, í brottförum talið:

  1. Icelandair: 69,2%
  2. Wow air: 15%
  3. Easy Jet: 2,6%
  4. Lufthansa: 2,3 %
  5. Airberlin: 2,2%

Fylgstu með Túrista á Facebook

BÍLALEIGUBÍLL: Rentalcars lofar lægsta verðinu

Mynd: Isavia