Icelandair er eitt af best reknu flugfélögunum

Stjórnendur Icelandair komu vel út úr samanburði við starfsbræður sína þegar lagt var mat á frammistöðu flugfélaga á síðasta ári.

Fluggeirinn er á uppleið og fjárhagslegur styrkur fyrirtækjanna sem í honum starfa fer batnandi. Þetta er niðurstaða sérfræðinga flugtímaritsins Aviation Week sem hafa rýnt í ársreikninga rúmlega sjötíu skráðra flugfélaga og lagt mat á greiðslugetu þeirra, kostnaðarstjórnun, tekjustýringu, viðskiptamódel og fleira. Félögunum er gefin einkunn eftir því hvernig þau standa sig á þessum sviðum og þeim raðað upp eftir frammistöðu.

Í vikunni birti Aviation Week niðurstöðuna og eru félögin flokkuð eftir stærð og landsvæðum. Í Evrópu eru það lággjaldaflugfélögin Ryanair og Easy Jet sem þykja best rekin en þar á eftir kemur Icelandair. Íslenska félagið fær því hæstu einkunn hefðbundinna evrópskra flugfélaga eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Í flokki þeirra sem velta allt að 2 milljörðum dollara þá er Icelandair í sjöunda sæti á heimsvísu.

10 best reknu flugfélög í Evrópu skv. Aviation Week

  1. Ryanair
  2. Easy Jet
  3. Icelandair
  4. Vueling
  5. Turkish Airlines
  6. Aer Lingus
  7. Lufthansa
  8. Aeroflot
  9. Finnair
  10. Norwegian

Auk Easy Jet og Icelandair þá flýgur Lufthansa frá Keflavík og einnig lággjaldaflugfélögin Vueling og Norwegian.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Mynd: Icelandair