Keflavíkurflugvöllur bætti sig mest

Á fyrri helmingi ársins fjölgaði farþegum á Keflavíkurflugvelli um nærri fimmtung. Það er miklu meiri aukningin en stóru flugvellirnir á Norðurlöndunum geta státað af.

Það fóru rúmlega ellefu milljónir farþega um Kaupmannahafnarflugvöll á fyrri helmningi ársins. Það er um tíu sinnum fleiri farþegar en flugu til og frá Keflavík á sama tíma.

Sá danski er vinsælasti flugvöllur Norðurlanda en Gardermoen í Osló kemur rétt á eftir eins og sjá má töflunni hér fyrir neðan. Arlanda í Stokkhólmi er í þriðja sæti og Vantaa í Helsinki er í því fjórða.

Á síðasta ári var Keflavíkurflugvöllur sá níundi stærsti á Norðurlöndum en í samanburði við þá fjóru stærstu þá hefur farþegum hlutfallslega fjölgað langmest hér það sem af er ári.

Fjöldi farþega á fyrri helmingi ársins.

FlugvöllurFjöldi farþegaBreyting milli ára
Kaupmannahöfn11.514.594+2,2%
Gardermoen Osló11.004.653+3,2%
Arlanda Stokkhólmi9.891.293+2%
Vantaa Helsinki7.456.331-0,3%
Keflavíkurflugvöllur1.153.139+18,4%

Hinir norrænu vellirnir sinna einnig innanlandsflugi og í Osló var t.a.m. um helmingur af farþegunum á leið til annarra áfangastaða í Noregi.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Heimild: Heimasíður flugvallanna
Mynd:Isavia