Kínverskir ferðamenn eyða mest í Köben

Um hundrað þúsund Kínverjar heimsóttu höfuðborg Danmerkur á síðasta ári. Kaupmönnum þar í bæ til mikillar gleði.

Af höfuðborgum Skandinavíu nýtur Kaupmannahöfn mestrar hylli meðal kínverskra túrista. Frank Jensen borgarstjóri vill halda því þannig og hefur gert samkomulag við kollega sinn í Peking sem danskir ferðamálarfrömuðir vonast til að komum Kínverjar fjölgi umtalsvert næstu ár.

Helmingur af „Tax-free“ sölunni

Þar sem Danmörk er hluti af Evrópusambandinu fá ferðamenn sem koma frá öðrum aðildarríkjum ekki endurgreiðslu á virðisaukaskatti þegar þeir versla í landinu. Íslendingar og Kínverjar fá hins vegar þennan afslátt og það eru þeir síðarnefndu duglegir að nýta sér. Rúmlega helmingur af því fé sem danski skatturinn endurgreiðir til ferðamanna rennur nefnilega í vasa þeirra kínversku samkvæmt frétt Standby.dk. Út frá þessari miklu veltu er áætlað að kínverskur ferðamaður í Kaupmannahöfn eyði að jafnaði 1.762 dönskum krónum á dag (um fjörtíu þúsund íslenskar).

Líkt og kom frá hér á síðunni nýverið hefur ferðamálaráð Parísar útbúið handbók fyrir starfsfólk í þjónustugeiranum. Þar kemur meðal annars fram að kínverskir ferðamenn séu mjög hrifnir af búðarápi. Það er því ekki bara í Kaupmannahöfn sem kaupmenn kætast þegar Kínverjar ganga inn í búðina.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Mynd: Copenhagen Media Center