Kysu helst að bíða eftir flugi í bíó

Kvikmyndahús og listigarður er meðal þess sem flugfarþegar myndu vilja sjá á hinum fullkomna flugvelli.

Það hafa sennilega flestir farþegar einhvern tíma fundið fyrir eirðarleysi á meðan þeir bíða eftir því að kallað er upp í vél. Samkvæmt óskalista notenda bókunarsíðunnar Skyscanner myndi bíósalur í flugstöð falla í kramið hjá mörgum farþegum. Margir kysu einnig að halla sér í sérstökum svefnklefum og sumir vilja bara fá að vera í ró og næði inn í bókaherbergi.

Það voru tíu þúsund manns sem tóku þátt í könnun Skyscanner og hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá tíu hluti sem fengu flest atkvæði. Sumt af þessu er nú þegar að finna á flugvöllum, t.d er hægt að skella sér í bíó á Changi flugvelli í S-Kóreu og í Leifsstöð er leiksvæði fyrir þau yngstu.

Topp tíu yfir það sem helst vantar á flugstöðvar:

  1. Kvikmyndahús
  2. Svefnklefar
  3. Bókaherbergi
  4. Garður
  5. Snyrtisvæði
  6. Leiksvæði fyrir börn
  7. Sundlaug
  8. Líkamsrækt
  9. Manngerð strönd
  10. Hjól

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Mynd: Mynd: Southwest