Lætur sig dreyma um sólarstrandarstemningu í N-Kóreu

Kim Jong-un, einræðisherra N-Kóreu, hefur dustað rykið af hugmyndum föður síns um heljarinnar strandbæ. Áætlað er að taka í notkun stórt skíðasvæði í landinu í vetur.

Ferðaþjónusta eru mikilvæg atvinnugrein í flestum löndum en í N-Kóreu er útlendingar sjaldséðir. Og þeir fáu sem komast inn í landið er fylgt eftir að fararstjórum sem ríkið skaffar. Forseti landsins á sér engu að síður þann draum að reisa alvöru strandbæ við iðnaðarhöfnina í Wosnan. Þar sem nú eru skipasmíðastöðvar og skemmur eiga að koma hótel, skemmtigarðar, íþróttavellir og viðskiptahverfi samkvæmt frétt Telegraph. Erlendir fjárfestar munu vera að íhuga að taka þátt í verkefninu sem Kim Jong-il, faðir núverandi forseta, viðraði undir lok valdatíma síns.

Stærra en í Ölpunum

Í vetur er áformað að vígja stórt skíðasvæði í N-Kóreu. Herinn vinnur hörðum höndum að því að klára verkið en Kim Jong-un mun hafa heimsótt svæðið í byrjun sumars og lagt áherslu á að allt yrði klárt þegar fyrstu snjókorn vetrarins falla. Brekkurnar á Masik skíðasvæðinu verða alls 110 kílómetrar að lengd. Það er meira en vinsæl skíðasvæði í Ölpunum geta státað af.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Mynd: Mynd: Skjámynd frá Air Koryo