Samfélagsmiðlar

Ókeypis í dýru borginni

Urmull af vel launuðum kontoristum og sterkur svissneskur franki eru meðal ástæðna þess að Zurich vermir alla jafna eitt af efstu sætunum yfir dýrustu ferðamannastaði heims. Hér eru fimm hlutir sem ekkert kostar að gera í Zurich.

1. Sundsprettur í Limmat

Í stærstu borg Sviss þykir sjálfsagt að kæla sig niður í öllu því vatni sem rennur í gegnum miðborgina. Fjöldi baðklúbba er þar að finna og þeir rukka fyrir aðstöðuna. Við Latten, skammt frá aðallestarstöðinni, er að finna 400 metra sundlaugarbakka, stökkbretti og blakvelli sem borgaryfirvöld reka og það kostar ekkert inn á svæðið.

2. Útsýnispallar í gamla bænum

Háhýsi eru á bannlista í Zurich og það þarf því ekki að fara mjög hátt til að fá fínasta útsýni yfir borgina. Á Lindenhof safnast saman tveir ólíkir hópar; þeir sem hafa gaman að því að tefla undir berum himni og ferðamenn sem vilja dást af útsýninu yfir á austurbakka Limmat árinnar og upp á háskólabrekkuna.

Við Uraniastrasse 6 er gömul stjörnuathugunarstöð sem hýsir í dag bar. Útsýnið þaðan yfir gömlu byggðina og út að vatni er frábært. Það er óþarfi að versla á barnum þó vissulega geti það verið freistandi.

3. Chagall og Giacometti

Listsköpun og skemmtun var æðstuprestum í Zurich ekki að skapi eftir siðaskiptin. Fagurmálaðir veggir kirkna voru hreinsaðir og íbúarnir þurftu að stelast út fyrir borgarmúrana til að lyfta sér upp. Eftir að klerkarnir lærðu að slaka á voru þekktir listamenn fengnir til að lífga upp á guðshúsin og í Fraumunster kirkjunni er að finna litríka glugga málaða af Marc Chagall og Augusto Giacometti. Á löggustöðunni við Bahnhofquai 3 er stór salur málaður af þeim síðarnefnda. Aðeins þarf að sýna vegabréf í afgreiðslunni til að fá að virða fyrir sér þennan leyndardómsfulla sal.

4. Hjólað eftir bökkunum

Bílaumferð er frekar lítil í miðborg Zurich og meðfram ám og vötnum liggja stígar. Það er því kjörið að hjóla um og á nokkrum stöðum í borginni er hægt að fá lánað hjól án endurgjalds. Aðeins þarf að leggja fram 20 franka tryggingu. Það er tilvalið að byrja túrinn á því að fá hjól á Bellevue torginu og hjóla meðfram Limmat ánni út að Zürich-West, gamla iðnarhverfinu sem nú iðar að lífi. Einnig er hægt að fá hjól á aðallestarstöðinni en hjólaleigurnar eru merktar Züri rollt og eru opnar frá morgni og fram á kvöld alla daga.

5. Frítt að drekka

Það eru um tólf hundruð vatnsbrunnar í Zurich og vatnið í þeim er kristaltært og kalt. Það er því algjör óþarfi að kaupa vatn í næstu sjoppu.

Zurich einn af nýju áfangastöðum Icelandair en Wow Air flaug þangað líka í fyrra.

ÓDÝR HÓTEL Í ZURICH

NÝJAR GREINAR: Borgar sig að greiða aukalega fyrir sætið?

Greinin birtist áður í Fréttatímanum
Myndir: Zuerich.com

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …