Samfélagsmiðlar

Ókeypis í dýru borginni

Urmull af vel launuðum kontoristum og sterkur svissneskur franki eru meðal ástæðna þess að Zurich vermir alla jafna eitt af efstu sætunum yfir dýrustu ferðamannastaði heims. Hér eru fimm hlutir sem ekkert kostar að gera í Zurich.

1. Sundsprettur í Limmat

Í stærstu borg Sviss þykir sjálfsagt að kæla sig niður í öllu því vatni sem rennur í gegnum miðborgina. Fjöldi baðklúbba er þar að finna og þeir rukka fyrir aðstöðuna. Við Latten, skammt frá aðallestarstöðinni, er að finna 400 metra sundlaugarbakka, stökkbretti og blakvelli sem borgaryfirvöld reka og það kostar ekkert inn á svæðið.

2. Útsýnispallar í gamla bænum

Háhýsi eru á bannlista í Zurich og það þarf því ekki að fara mjög hátt til að fá fínasta útsýni yfir borgina. Á Lindenhof safnast saman tveir ólíkir hópar; þeir sem hafa gaman að því að tefla undir berum himni og ferðamenn sem vilja dást af útsýninu yfir á austurbakka Limmat árinnar og upp á háskólabrekkuna.

Við Uraniastrasse 6 er gömul stjörnuathugunarstöð sem hýsir í dag bar. Útsýnið þaðan yfir gömlu byggðina og út að vatni er frábært. Það er óþarfi að versla á barnum þó vissulega geti það verið freistandi.

3. Chagall og Giacometti

Listsköpun og skemmtun var æðstuprestum í Zurich ekki að skapi eftir siðaskiptin. Fagurmálaðir veggir kirkna voru hreinsaðir og íbúarnir þurftu að stelast út fyrir borgarmúrana til að lyfta sér upp. Eftir að klerkarnir lærðu að slaka á voru þekktir listamenn fengnir til að lífga upp á guðshúsin og í Fraumunster kirkjunni er að finna litríka glugga málaða af Marc Chagall og Augusto Giacometti. Á löggustöðunni við Bahnhofquai 3 er stór salur málaður af þeim síðarnefnda. Aðeins þarf að sýna vegabréf í afgreiðslunni til að fá að virða fyrir sér þennan leyndardómsfulla sal.

4. Hjólað eftir bökkunum

Bílaumferð er frekar lítil í miðborg Zurich og meðfram ám og vötnum liggja stígar. Það er því kjörið að hjóla um og á nokkrum stöðum í borginni er hægt að fá lánað hjól án endurgjalds. Aðeins þarf að leggja fram 20 franka tryggingu. Það er tilvalið að byrja túrinn á því að fá hjól á Bellevue torginu og hjóla meðfram Limmat ánni út að Zürich-West, gamla iðnarhverfinu sem nú iðar að lífi. Einnig er hægt að fá hjól á aðallestarstöðinni en hjólaleigurnar eru merktar Züri rollt og eru opnar frá morgni og fram á kvöld alla daga.

5. Frítt að drekka

Það eru um tólf hundruð vatnsbrunnar í Zurich og vatnið í þeim er kristaltært og kalt. Það er því algjör óþarfi að kaupa vatn í næstu sjoppu.

Zurich einn af nýju áfangastöðum Icelandair en Wow Air flaug þangað líka í fyrra.

ÓDÝR HÓTEL Í ZURICH

NÝJAR GREINAR: Borgar sig að greiða aukalega fyrir sætið?

Greinin birtist áður í Fréttatímanum
Myndir: Zuerich.com

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …