Söngvakeppnin verður ólíklega í Kaupmannahöfn

Eigendur Parken í Kaupmannahöfn vilja ekki taka á móti Eurovision sirkusnum næsta vor.

Fyrir tólf árum síðan var Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva haldin á þjóðarleikvangi Dana í Kaupmannahöfn. Í vor mun Danir hýsa lokakeppnina á ný en núna vilja forsvarsmenn Parken leikvangsins heldur einbeita sér fótbolta en söngvaskemmtunum. Þeir benda á að það þyrfti að taka völlinn frá í sex vikur í kringum keppnina og það gangi ekki upp því fótboltalið Kaupmannahafnar, FCK, eigi á sama tíma marga leiki fyrir höndum á vellinum.

Jótland sigurstranglegast

Með þessu útspili Parken er talið að keppnin verði líklegast haldin í Horsens eða Herning á Jótlandi. Báðir bæirnir eru þekktir fyrir að hýsa stórtónleika og reyndar hafa eigendur Parken kvartað sáran yfir því sl. áratug eða svo hversu vel yfirvöld í jósku bæjunum hafa boðið listamönnum eins og Rolling Stones, Madonnu og Paul McCartney fyrir að troða upp hjá sér og sniðganga Kaupmannahöfn í staðinn.

Samkvæmt frétt Politiken er borgarstjórn Kaupmannahafnar ekki búin að útiloka að keppnin endi þar í borg. Heimkynni útvarpsins, DR Byen, og gömul verksmiðjubygging þykja ennþá vera álitlegir kostir fyrir keppnina sem fer fram 13. til 17. maí á næsta ári.

Þeir sem veðja á að hún fari fram á Jótlandi ættu kannski að tryggja sér ódýrt far til Jótlands sem fyrst. En á heimasíðu Icelandair er hægt að bóka far til Billund næsta vor.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Mynd: Jyskeboxen/Tony Brøchner