Stundvísitölur: Óstundvísari en í fyrra

klukka

Meiri tafir voru í millilandaflugi á fyrri hluta mánaðarins en á sama tíma á síðasta ári.

Á fyrri hluta júlímánaðar í fyrra fóru komu og fóru vélar Icelandair á réttum tíma í níu af hverjum tíu tilfellum. Hjá Wow Air var hlutfallið 96 prósent. Núna er félögin ekki eins stundvís því ein af hverjum fjórum ferðum Icelandair tafðist um meira en korter en Wow Air hélt áætlun í 85 prósent tilvika.

Umsvif félagsins hafa nærri þrefaldast frá því í fyrra og Icelandair flaug rúmlega áttatíu fleiri ferðir fyrstu tvær vikurnar í júlí en félagið gerði á sama tíma í fyrra.

Eins og áður birtir Túristi aðeins upplýsingar um stundvísi þeirra félaga sem fljúga oftast héðan yfir árið.

Stundvísitölur Túrista – fyrri hluta júlí 2013

1.-15.júlí. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair

83%

8 mín 70% 10 mín 76% 9 mín 941
WOW air 93% 2 mín 77% 4 mín 85% 3 mín 218
Easy Jet 79% 4 mín 79% 4 mín 79% 4 mín 28

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: Ókeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons