Samfélagsmiðlar

Það besta í Danmörku

Frændur okkar Danir eru iðnir við að segja til um hvað þeim þykir best og fallegast á heimavelli. Túristi rýndi í vinsældalistana og fann nokkra sigurvegara sem ferðamenn í Danmörku gætu haft ánægju af að kynnast.

Besta baðströnd Danmerkur

Tuttugu kílómetrar af hvítum og hreinum sandi eru aðalsmerki baðstrandarinnar við Marielyst á Falster. Lesendur  Berlingske Tidende völdu hana nýverið bestu sólarströnd Danmerkur og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marielyst fær flest atkvæði í þessari árlegu kosningu. Fjöldi sumarhúsa er á leigu við þessa rómuðu strönd og þangað má komast á tæpum tveimur tímum með lest og strætó frá Kaupmannahöfn.

Besta kaffihúsið

Matgæðingur dagblaðsins Politiken átti ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni á þessu litla franska kaffihúsi sem opnaði nýverið í Hyskenstræde, einni af hliðargötum Striksins. Lesendur blaðsins eru sammála um að staðurinn eigi lofið skilið og völdu Frenchy besta kaffihús Kaupmannahafnar í ár. Á matseðlinum eru franskir klassíkerar eins og Crêpe, Tartine og Croque Monsieur og síðan er gott úrval af frönsku sætabrauði.

Fallegasti smábærinn

Íbúar Borgundarhólms tala dönsku með sjarmerandi hreim og þeim þykir reyktur matur góður. Og þá sérstaklega síld. Í byrjun sumars voru kunngjörð úrslit í vali á fallegasta bæjarfélagi Danmerkur og sigurvegarinn var hinn smái Svaneke á norðausturströnd Borgundarhólms. Fimmtán þúsund atkvæði bárust í kjörinu og fékk Svaneke rúmlega fimmta hvert atkvæði.

Besti ölbarinn

Það var alltaf fullt út úr dyrum á knæpu Mikkels, bruggara og stærðfræðings, á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Til að létta á pressunni opnaði hann nýverið annan og mun stærri bar í kjallaranum á Stefansgade 35 á Norðurbrú. Þar er að finna bjóra úr brugghúsi Mikkel og félaga og líka sérvalið öl frá nokkrum minni framleiðendum, dönskum og útlenskum. Mikkeller og friends var valinn krá ársins í vor þegar Aok.dk veitti lesendaverðlaun sín.

Hótelið með hæstu einkunina

Notendur vefsíðunnar Tripadvisor eru duglegir við að leggja mat sit á gististaði út um allan heim. Í Kaupmannahöfn er það lúxushótelið Nimb í Tívolígarðinum sem fær bestu dómana. En þar sem þess háttar flottheit eru ekki á færi margra þá flöggum við heldur hótelinu sem er í örðu sæti. Það opnaði í fyrra og heitir Andersen hotel og er við Helgolandsgade bakvið aðallestarstöðina. Þetta er kannski ekki huggulegasti hluti borgarinnar því ennþá sækist ógæfufólk í þennan hluta borgarinnar enda stutt í hina vafasömu Istedgade frá hótelinu.

BÍLALEIGA: Auðveld leit að hagstæðasta bílnum
HÓTEL: Ódýr hótel út um allan heim

Greinin birtist áður í Fréttatímaum
Myndir: Denmark Media Center og Mikkeller

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …