Samfélagsmiðlar

Það besta í Danmörku

Frændur okkar Danir eru iðnir við að segja til um hvað þeim þykir best og fallegast á heimavelli. Túristi rýndi í vinsældalistana og fann nokkra sigurvegara sem ferðamenn í Danmörku gætu haft ánægju af að kynnast.

Besta baðströnd Danmerkur

Tuttugu kílómetrar af hvítum og hreinum sandi eru aðalsmerki baðstrandarinnar við Marielyst á Falster. Lesendur  Berlingske Tidende völdu hana nýverið bestu sólarströnd Danmerkur og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marielyst fær flest atkvæði í þessari árlegu kosningu. Fjöldi sumarhúsa er á leigu við þessa rómuðu strönd og þangað má komast á tæpum tveimur tímum með lest og strætó frá Kaupmannahöfn.

Besta kaffihúsið

Matgæðingur dagblaðsins Politiken átti ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni á þessu litla franska kaffihúsi sem opnaði nýverið í Hyskenstræde, einni af hliðargötum Striksins. Lesendur blaðsins eru sammála um að staðurinn eigi lofið skilið og völdu Frenchy besta kaffihús Kaupmannahafnar í ár. Á matseðlinum eru franskir klassíkerar eins og Crêpe, Tartine og Croque Monsieur og síðan er gott úrval af frönsku sætabrauði.

Fallegasti smábærinn

Íbúar Borgundarhólms tala dönsku með sjarmerandi hreim og þeim þykir reyktur matur góður. Og þá sérstaklega síld. Í byrjun sumars voru kunngjörð úrslit í vali á fallegasta bæjarfélagi Danmerkur og sigurvegarinn var hinn smái Svaneke á norðausturströnd Borgundarhólms. Fimmtán þúsund atkvæði bárust í kjörinu og fékk Svaneke rúmlega fimmta hvert atkvæði.

Besti ölbarinn

Það var alltaf fullt út úr dyrum á knæpu Mikkels, bruggara og stærðfræðings, á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Til að létta á pressunni opnaði hann nýverið annan og mun stærri bar í kjallaranum á Stefansgade 35 á Norðurbrú. Þar er að finna bjóra úr brugghúsi Mikkel og félaga og líka sérvalið öl frá nokkrum minni framleiðendum, dönskum og útlenskum. Mikkeller og friends var valinn krá ársins í vor þegar Aok.dk veitti lesendaverðlaun sín.

Hótelið með hæstu einkunina

Notendur vefsíðunnar Tripadvisor eru duglegir við að leggja mat sit á gististaði út um allan heim. Í Kaupmannahöfn er það lúxushótelið Nimb í Tívolígarðinum sem fær bestu dómana. En þar sem þess háttar flottheit eru ekki á færi margra þá flöggum við heldur hótelinu sem er í örðu sæti. Það opnaði í fyrra og heitir Andersen hotel og er við Helgolandsgade bakvið aðallestarstöðina. Þetta er kannski ekki huggulegasti hluti borgarinnar því ennþá sækist ógæfufólk í þennan hluta borgarinnar enda stutt í hina vafasömu Istedgade frá hótelinu.

BÍLALEIGA: Auðveld leit að hagstæðasta bílnum
HÓTEL: Ódýr hótel út um allan heim

Greinin birtist áður í Fréttatímaum
Myndir: Denmark Media Center og Mikkeller

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …