Samfélagsmiðlar

Það besta í Danmörku

Frændur okkar Danir eru iðnir við að segja til um hvað þeim þykir best og fallegast á heimavelli. Túristi rýndi í vinsældalistana og fann nokkra sigurvegara sem ferðamenn í Danmörku gætu haft ánægju af að kynnast.

Besta baðströnd Danmerkur

Tuttugu kílómetrar af hvítum og hreinum sandi eru aðalsmerki baðstrandarinnar við Marielyst á Falster. Lesendur  Berlingske Tidende völdu hana nýverið bestu sólarströnd Danmerkur og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marielyst fær flest atkvæði í þessari árlegu kosningu. Fjöldi sumarhúsa er á leigu við þessa rómuðu strönd og þangað má komast á tæpum tveimur tímum með lest og strætó frá Kaupmannahöfn.

Besta kaffihúsið

Matgæðingur dagblaðsins Politiken átti ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni á þessu litla franska kaffihúsi sem opnaði nýverið í Hyskenstræde, einni af hliðargötum Striksins. Lesendur blaðsins eru sammála um að staðurinn eigi lofið skilið og völdu Frenchy besta kaffihús Kaupmannahafnar í ár. Á matseðlinum eru franskir klassíkerar eins og Crêpe, Tartine og Croque Monsieur og síðan er gott úrval af frönsku sætabrauði.

Fallegasti smábærinn

Íbúar Borgundarhólms tala dönsku með sjarmerandi hreim og þeim þykir reyktur matur góður. Og þá sérstaklega síld. Í byrjun sumars voru kunngjörð úrslit í vali á fallegasta bæjarfélagi Danmerkur og sigurvegarinn var hinn smái Svaneke á norðausturströnd Borgundarhólms. Fimmtán þúsund atkvæði bárust í kjörinu og fékk Svaneke rúmlega fimmta hvert atkvæði.

Besti ölbarinn

Það var alltaf fullt út úr dyrum á knæpu Mikkels, bruggara og stærðfræðings, á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Til að létta á pressunni opnaði hann nýverið annan og mun stærri bar í kjallaranum á Stefansgade 35 á Norðurbrú. Þar er að finna bjóra úr brugghúsi Mikkel og félaga og líka sérvalið öl frá nokkrum minni framleiðendum, dönskum og útlenskum. Mikkeller og friends var valinn krá ársins í vor þegar Aok.dk veitti lesendaverðlaun sín.

Hótelið með hæstu einkunina

Notendur vefsíðunnar Tripadvisor eru duglegir við að leggja mat sit á gististaði út um allan heim. Í Kaupmannahöfn er það lúxushótelið Nimb í Tívolígarðinum sem fær bestu dómana. En þar sem þess háttar flottheit eru ekki á færi margra þá flöggum við heldur hótelinu sem er í örðu sæti. Það opnaði í fyrra og heitir Andersen hotel og er við Helgolandsgade bakvið aðallestarstöðina. Þetta er kannski ekki huggulegasti hluti borgarinnar því ennþá sækist ógæfufólk í þennan hluta borgarinnar enda stutt í hina vafasömu Istedgade frá hótelinu.

BÍLALEIGA: Auðveld leit að hagstæðasta bílnum
HÓTEL: Ódýr hótel út um allan heim

Greinin birtist áður í Fréttatímaum
Myndir: Denmark Media Center og Mikkeller

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …