Samfélagsmiðlar

Tveir dagar í Edinborg með kræsingum og kennileitum

Í höfuðborg Skotlands er nánast allt í göngufæri. Hér er tillaga að rölti milli þekktustu staða borgarinnar með nokkrum góðum nestisstoppum.

Dagur 1 – Gamli bærinn

Kaffið fyrir kastalaheimsókn
Það úir og grúir af keðjukaffihúsum í Edinborg en eigendur Brew Lab (6 College Street) hafa meiri áhuga á góðu kaffi en útþenslu.

Skyldustoppið
Edinborgarkastali er helsta kennileiti borgarinnar og þeir sem mæta með fyrri skipunum sleppa við hjarðir af ferðamönnum. Hliðin opna klukkan hálftíu.

Royal Mile
Minjagripabúðir standa hlið við hlið á Royal Mile, götunum sem liggja í beinni línu frá kastalanum og niður að þinghúsinu. Það er engu að síður gaman að rölta eftir þessu gamla aðalstræti og þræða verslunargöturnar sem liggja þar fyrir neðan, t.d. Victoria Street og Haymarket.  Þinghúsið er opið almenningi alla daga nema sunnudaga og það kostar ekkert inn. Hollyroodhouse slottið er lokað yfir hásumarið þegar Elísabetar II. flytur inn en annars geta ferðamenn ráfað þar um.

Calton Hill
Þessi hóll við austurenda miðborgarinnar er einn elsti almenningsgarður Breta. Héðan er útsýnið einstakt yfir gamla og nýja bæinn og út til sjávarsíðunnar. Á toppi hæðarinnar er National Monument sem er sennilega þekktasta ókláraða mannvirki borgarinnar.

Kvöldmatur
The Outsider (15 George IV Bridge) er vinsæll því þar er sambandið milli gæða og verðs gott. Matseðillinn er fjölbreyttur og óhætt er að mæla með fiski dagsins. Það borgar sig að panta borð.

Dagur 2 – Nýi bærinn

Egg og skoskur lax
Það er viðeigandi að borða blóðmör með morgunmatnum að hætti Skota. Þeir sem vilja fara fínna í þetta kíkja í kjallarann hjá Urban Angels (Hannover Street 121) og fá sér Egg Benedict með skoskum laxi.

Ríkislistin

Við rætur kastalahæðarinnar er National Gallery of Scotland til húsa í tveimur byggingum. Í þeirri aftari er að finna brot af þekktustu listaverkum þjóðarinnar ásamt nokkrum góðum frá frægustu málurum síðustu alda. Frítt inn.

Verslað
Princes Street blasir við þegar komið er út af safninu. Þar er nóg af búðum og líka á Queen Street og George Street sem liggja samhliða Princes Street.

Fiskur og franskar
Það er ávallt nýr fiskur á boðstólum á Queens Arms (49 Frederick Street) og þar er daglega skipt um djúpsteikingarfeiti. Það er því leit að jafn bragðgóðri útgáfu af þessum þekkta rétti.

Á pöbbinn til Fraser
Hann er með mikið yfirvaraskegg hann Fraser Gillespie á Kay´s Bar (Jamaica Street 39). Og sá hefur gaman að því að segja fólki frá ölinu sínu og viskíinu. Það er leit að huggulegri knæpu í borginni.

Farið í hundana
Á annarri hæð Hannover Street 110 er The Dogs til húsa. Stemningin er heimilisleg og maturinn sömuleiðis. The Dogs eru meðal annars fastur liður í ferðabókum Michelin sem segir sína sögu.

Easy Jet flýgur til Edinborgar frá Keflavík tvisvar í viku allt árið um kring.

HVAR ER BEST AÐ GISTA Í EDINBORG?
VEGVÍSIR: Brot af því besta í Edinborg

Myndir: Kay´s Bar og Scotland on view

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …